Andstaðan við ESB tímabundin sveifla.

Áð mínu áliti er andstaðan við ESB eins og hún birtist í nýjum skoðanakönnunum, tímabundin sveifla meðan landinn er að koma aftur niður á jörðina eftir ICESAVE flugið. Þar er líka verið að rugla saman tveim aðskildum málum sem andstæðingar aðildar hafa flækt hvert í annað til að finna rök gegn aðild. Sá málflutningur sýnir best þau rökþrot sem einangrunarsinnar (andstæðingar ESB aðildar) eru í. Þeirra rök eru líka fyrst og fremst byggð á tilfinningalegum grunni, en ekki á köldu mati þeirra kosta sem eru í stöðunni.


mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Hólmfríður: viltu vera svo væn að upplýsa mig um það hvaða kostir fylgja aðild að ESB?, það er að segja eftir kalt mat á kostunum sem þú hlýtur að hafa gert, ég bara kem ekki auga á þá hjálparlaust.

Magnús Jónsson, 7.11.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Sama segi ég það væri gaman að vita kostina við ESB sem Hólmfríður er svona hrifin af.Eftir að hafa skoðað mörg af þeim löndum sem eru innan ESB þá get ég ekki séð kostina við ESB......

Marteinn Unnar Heiðarsson, 7.11.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

ESB eru trúarbrögð Samfylkingar sem hafa ekkert með rök að gera. Hins vegar er Samfó fólk snillingar í því að tala niður til fólk eins og að segja að það sé ekkert að marka svörin þeirra í skoðanakönnunum. Það liggur fyrir að Íslendingar kæra sig ekki um aðild en Samfó er bara ekki að hlusta á fólkið frekar en fyrri daginn. Ætli niðurstaða þeirra sé ekki sú að þeir sem svöruðu neitandi séu "ekki þjóðin"

Víðir Benediktsson, 7.11.2009 kl. 16:13

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég bíð eins og aðrir eftir að heyra  þessa kosti sem Hólmfíður segir að séu um aðild Íslands að ESB - samkvæmt síðustu könnun er 2/3 þjóðarinnar á móti því að við göngum í ESB

Óðinn Þórisson, 7.11.2009 kl. 17:34

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kostir aðildar eru margvíslegir og má þar nefna stöðugan gjaldmiðil,  lága vexti, verðtrygging ekki til staðar. Almennt vöruverð mun lækka, mis mikið eftir vöru flokkum. Við munum hafa aðgang að margskonar styrkjakerfi sambandsins. Byggðastefna þess er góða og skilvirk. Góðar líkur á að landið verði allt skilgreint sem harðbýlt svæði sem þýðir að atvinnuvergir eins og landbúnaður mun njóta innlendra styrkja auk styrkja frá ESB. Yfirráð yfir fiskimiðunum munu vera að miklu leita áfram í landinu þar sem fiskistofnar okkar eru staðbundnir að miklu leiti. Við munum áfram þurfa að semja um flökkustofnana eins og verið hefur. Skilgreining ESB á landbúnaði er að ýmsu leiti mun víðtækari en hér. Hér er tæpt á nokkrum atriðum sem ég tel vera mikilvæg, en auðvitað eru þau mun fleiri. Þar sem við höfum erið innan EES frá 1994 eru margir kostir ESB þegar komnir til framkvæmda eins og aðgangur að mörkuðum og fl. Ef EES samningurinn væri ekki til staðar værum viðum margt mun aftar á merinni og enn verr stödd. Nóg er nú samt.

Hvað þið kallið stefnu Samfylkingarinnar í málinu, skiptir mig ekki máli, heldur hitt að aðildarumsókn er farin til Brussel og viðræður hefjast á næsta ári. Það er mikil vinna framundan við samningagerð og ekki síður markviss kynningu á málinu hér heima. Hvaða kostir eru í boði með nngöngu og án inngöngu. Þannig og aðeins þannig er hægt að taka ákvörðum um málið á faglegum forsendum. Telið þið að ég talað niður til ykkar er það fyrst og fremst ykkar tilfinning eða viðhorf sem ég get ekki gert neitt að.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2009 kl. 17:39

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Hólmfríður: Haf þök fyrir heiðarlegt svar, en ég er engu nær um hag okkar af inngöngu, og af því er virðist af svarinu að dæma þá ert þú að telja upp óskalista, sem ekki eru miklar líkur á að innganga í ESB muni færa okkur því miður, það á samt eftir að koma í ljós, og aftur takk fyrir.

Magnús Jónsson, 7.11.2009 kl. 17:54

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mun ekki láta mitt eftir liggja við að kynna hvað í boði verður þegar samningar um aðild liggja fyrir. Ég tel að landsbyggðin muni njóta mun meiri bata en nokkurn tíman höfuðborgarsvæðið. Sú skoðun mín byggir á því að skilgreiningin um harðbýlt svæði mun skila okkur á landsbyggðinni ýmsum möguleikum sem ekki eru til staðar í dag. Það er að vísu eitthvað um að einstök verkefni hafi náð aðgangi að sjóðum ESB, en slíkt mun auðvitað stóraukast. Það er reyndar fáránlegt hvað andstaðan er mikil hér út um landið, en það er líka vegna vanþekkingar sem dyggilega er viðhaldið af fólki eins og ykkur sem teljið að þið vitið hinn stóra sannleika um málið. Bændur eru þar í algjörum sérflokki því þeir eru svo hræddir um að þeir muni miss eitthvað, en vit svo lítið um það hvað tekur við. Það verða breytingar og það vita allir. Nú er bara að bretta upp ermar og kynna hinar raunverulegu breytingar um leið og úrlausnir liggja fyrir. Ég hlakka til þeirrar vinnu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2009 kl. 17:54

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er ekki óskalisti Magnús heldur það sem vitað er með nokkurri vissu nú þegar. Óskalistinn er allt annað og hann er í höndum samningnefndarinnar og á líka að koma frá samtökum hagsmunaaðila eins og bænda. Ástæður þessað ríki ESB eru að kvarta yfir sameiginlegri fiskveiði stefnu er að fiskistofnar þeirra flakka meira og minna á milli miðanna við meginlandið, sem ekki er til staðar hér við land nema að hluta til. Norðursvæði Finnlands og Svíþjóðar hafa notið margskonar styrjkja vegna skilgreiningar um harðbýl svæði og það er okkar samningamanna að ná þeim til okkar í sem víðustum grundvelli. Vetir hafa um árabil verið miklu lægri á ESB svæðinu en hér. Evran sveiflast ekki eins og lak á snúri í hvaða veðri sem er, eins og krónan okkar. Verðtrygging hefur ekki þekkst í ESB löndunum. Þetta eru allt hlutir sem liggja fyrir í grunninn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2009 kl. 18:05

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vetir hafa um... eiga að vera VEXTIR

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2009 kl. 18:06

10 identicon

Sæl Hólmfríður mín.

Við töpum e.t.v. meiru á því að ganga í ESB. Sjávarútvegs málin er u þar einna helst stærsti ásteitingar steinnn. Þannig að ég held að við ættum að sleppa því að ganga í ESB. Knús á þig inn í kvöldið.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 18:30

11 Smámynd: Magnús Jónsson

Hólmfríður: þessa setningar tók ég að láni "Myntin evra er að valda efnahag Finnlands miklumerfiðleikum segir forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen. “Evran er ekki eina vandamálið en samt stór hluti vandamálsins.” Burtséð frá örvunarpakka ríkisins, getur ríkisstjórnin lítið annað gert til að auka útflutning en að horfa á. Landsframleiðsla Finnlands dróst saman um 9,4% á öðrum fjórðungi ársins og útflutningur var fallinn um 36% í ágúst miðað við í fyrra. Um 50% af hagkerfi Finnlands er búinn til með útflutningi.

Varst þú ekki að tala um Finna? þeir hafa greitt til ESB 3000 miljónir Evra nettó síðan 1995, svo hver er ávinningur þeirra??

Magnús Jónsson, 7.11.2009 kl. 18:38

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hólmfríður, að þú skulir vera húnvetningur...

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.11.2009 kl. 19:02

13 Smámynd: Magnús Jónsson

Hólmfríður: hér er úrklippa úr frétt mbl. " Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tóku um 900 bændur þátt í mótmælunum þar en landbúnaðarráðherrar ESB-ríkjanna munu funda þar í dag. Verður meðal annars fjallað um það verð sem bændur fá fyrir mjólkurafurðir sínar. Segja bændur að algjört hrun hafi orðið á greiðslum til bænda fyrir mjólk og mjólkurafurðir í ríkjum ESB undanfarna mánuði. Franskir bændur fá greitt 21 evrusent fyrir mjólkurlítrann sem er 30% lægri fjárhæð heldur en í apríl í fyrra. Neytendur greiða um eina evru fyrir mjólkurlítrann.
Sé eitthvað hægt að áligta út frá svona frétt, þá er andstaða bænda hér á Íslandi skiljanleg 39 kr á mjólkurlítrann eins og boðið er hjá ESB.

Varðandi vexti þá er það heimatilbúin vandi eins og þú ættir að vita eins vel og ég, Evran sem gjaldmiðil fyrir okkur er ekki á dagskrá næsta áratuginn, einfaldlega vegna skilyrða sem uppfylla þarf til upptöku á henni.

Varðandi vöruverð þá er það óskhyggja að ætla að vöruverð myndi læka við inngöngu í ESB, við erum og verðum eyja úti á miðju hafi innganga í ESB breytir því ekki, einnig er hér eins og þú veist jafn vel og ég, fámeni og fólkinu dreift um stórt landsvæði, og það eitt og sér veldur háu vöruverði ásamt takmörkuðu vöruvali því miður.

Magnús Jónsson, 7.11.2009 kl. 19:24

14 identicon

Sæl Hólmfríður.

Þú segir í innleggi nr. 5, að bændur munu fá innlenda styrki auk styrkja frá ESB. Það er alrangt. Það liggur fyrir að  reikningurinn sem við fáum frá ESB fyrir að vera hluti af sambandinu liggur einhverstaðar á milli 15 til 20 milljarðar. Ég efast stórlega um að þjóðarbúið hafi hreinlega efni á því að greiða meir til landbúnaðar, en það sem kemnur til baka frá ESB. Landbúnaðarstefna ESB   gengur út á það að greiða landbúnaðarstyrki út á land , ræktað og óræktað eftir vissum stuðlum. Starfandi bændur landsins í dag eru ekki einu  eigendur lands. Það nægir að nefna uppkaup KB bankastjóra á jörðum á Snæfellsnesi og kaup Lífsvals á a.m.k. 73 jörðum. En þessir menn eru framsýnir því að þeir vita að ef við göngum í ESB þá fá þeir dirgrar geiðslur úr sjóðum ESB, og þannig geta þeir lifað sem greifar áfram, en hinn almenni bóndi sem er að reyna að rembast við að framleiða mat ofaní þjóðina verður skilinn eftir utan garðs, með ölmusu sem ekki nægir til annars en að flytja á mölina með skuldabagga á bakinu.

Eigðu góða helgi

Sigurður 

Sigurður Baldursson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 19:31

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Við svona tímabundnar absúrd aðstæður eins og eru á mörkuðum heimsins í dag er hentugt að hafa sveigjanlegan gjaldmiðil. En til lengri tíma og í eðlilegu árferði (eins og mun algengara er að búa við) er stöðugur gjaldmiðill miklu hentugri og traustari fyrir markað eins og okkar og til mun meiri hagsældar fyrir almenning landsins.

Páll Geir Bjarnason, 7.11.2009 kl. 19:41

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Kostir aðildar eru margvíslegir og má þar nefna stöðugan gjaldmiðil,  lága vexti, verðtrygging ekki til staðar." Ísland er í stjarnfræðilegri fjarlægð frá evrunni þó svo við göngum í ESB þannig að þessi rök eru markleysa.

Víðir Benediktsson, 7.11.2009 kl. 19:46

17 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Flest allt er nú í ágætri fjarlægð, en það breytist ekki nema menn taki fyrstu skrefin.

Páll Geir Bjarnason, 7.11.2009 kl. 20:06

18 identicon

Sæl vertu Hólmfríður.

Hvað hefur þú fyrir þér í því að verðlag muni lækka á Íslandi við inngöngu í eb ?? Í dag er verðlag á Íslandi mun hagstæðara (í ísl krónum talið) en verðlag í Danmörku. Telur þú fjárhagsstaða almennings á Íslandi eigi eftir að batna enn fremur en það sem við þó höfum við inngöngu ??

Þú talar um stöðugan gjaldmiðil.. hefur ekki evran styrkst upp úr öllu valdi frá stofnun (eftir léttvægan hasar í byrjun), sem leiðir að því að útflutningur frá evru-svæðum hefur nánast verið kæfður, líkt og ástandið var á Íslandi árið 2007 ??

Lágir vextir, ja.. ég fékk fyrir ári síðan, yfirdrátt hjá danske bank, þessi yfirdráttur bar 19% ársvexti, innistæðuvextir mínir á sama tíma voru 0,35% á upphæð frá 0-25000 dk.Í dag eru innlánsvextir hjá þessum sama yndislega norræna hugsjónabanka 0%, já þú last rétt..0% á sömu innistæðu og fyrr var tilgreind.

Fiskimið.. trúir þú því í hjarta þínu, Hólmfríður, að þau verði okkar eign/ráðstöfun ef að inngöngu okkar verður ??? Svaraðu hreinskilningslega !!!

Það eina sem við fáum í fangið við inngöngu verður ofurskattstefna að danskri fyrirmynd, húseigendur og eigendur að öllum fjandanum yfir höfuð, duglegir einstaklingar og  metnaðarfullt fólk mun aldrei bera þess bætur ef þessi hugsjón/þráhyggja sérfylkingamanna verður að veruleika...

þetta er staðreynd sem  margir landar okkar hafa lært "the hard way" á eigin veski og skinni. Fólk sem búið hefur lengur erlendis en þessar venjulegu þrjár "óljósu" vikur sem flestir Íslendingar þekkja frá Spáni yfir sumartímann.

Aðgangur að styrkjum.. ja ég vil ekki vera sá sem notar annara þjóða skattgreiðslur til að fjármagna eigin vitleysu/gæluverkefni. Ég vil borga það sem mér ber að greiða. Enga styrki fyrir mig takk !!!

Verðtryggingin.. þarna er ég sammála þér !! Verðtryggingin er sannarlega ættarskömm okkar ágæta lands og hana verður að vega. En við hljótum að geta kyrkt þennan vágest án hjálpar frá brussuselnum,  það rennur nú pínulítið víkingablóð í okkur ennþá, er það ekki ?? Þetta er hægt að gera með einföldu ÍSLENSKU pennastriki.

Við erum best sett utan eb, við erum ekkert lík þeim í einu eða neinu og þurfum við ekkert á þeim að halda, sérstaklega ekki í dag þegar við erum beygð sem þjóð !!!

Kannski má skoða málið seinna þegar við höfum náð vopnum okkar. En það verða samningar milli einstaklinga sem BÁÐIR standa beinir í baki !!! Ekki bara annar..

runar (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 20:19

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"ESB eru trúarbrögð Samfylkingar sem hafa ekkert með rök að gera"

Ja, ef svo er, þá er umhugsunarvert hve SF er orðin valda- og áhrifamikilmikil glóbalt.  Nánast ískyggilegt.  Og ætti moggi bara að henda upp einum leiðara  eða svo að því tilefni.  Þá er það nú bara þannig að SF hefur komið því til leiðar vegna trúarbragða sinna að eftirtalin lönd hafa gerst aðilar að sambandinu:

Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland, Lúxemborg Danmörk, Írland, Bretland,  Grikkland,  Spánn, Portúgal, Austurríki, Finnland,  Svíþjóð,  Eistland, Kýpur, Lettland,  Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland,  Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.11.2009 kl. 22:05

20 Smámynd: Magnús Jónsson

Ómar: það er hægt að fara fótgangandi milli allra þessara landa sem þú telur upp, getur þú farið með járnbrautarlest frá Íslandi til þeirra ó nei, og þar liggur munurinn, Ísland er ekki landtengt Evrópu svo allt tal um að ganga í ESB verður afskaplega flókið, ekki endilega útilokað frekar en annað en hvað er að græða á því, ég hef spurt nokkuð marga og nú síðast hana Hólmfríði, og ég hef ekki fundið haldbær rök, og því miður þá fer umræða um ESB nánast alltaf út í bull og það sem fólk " vill " að gerist, en minna um það sem liggur fyrir og er í boði, því er ver og miður, svo hoppa svarnir andstæðingar ESB inn í umræðu og þvæla hana frekar en að ræða hana, mér finnst alveg í lagi að ræða um ESB, og sem raunverulegan kost, en ég vil geta rætt um málið bæði kosti og galla, annað er trúarbrögð, ofbeldi, eða öfugar.

Magnús Jónsson, 7.11.2009 kl. 22:28

21 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þið eruð afar dugleg að hrekja það sem ég hef skrifað hér og það er af hinu góða. Magnús, auðvitað hefur þessi svokallað heimskreppa valdið vanda í löndunum í kring um okkur og þar geta verið ýmsar ástæður að baki. Stöðugur gjaldmiðill er kannski tímabundinn vandi einhvers staðar. Bændur í Evrópu hafa um árabil stundað mótmæli og sumar  greinar framleitt umfram þörf. Þeir búa líka á svæðum þar sem eigin ríki hafa ekki heimild til að styrkja. Hvað varðar evruna þá tel ég hana ekki svo langt undan.

Verið er að taka fjármála- og stjórnkerfi okkar til algerrar endurskoðunar og ég tel að við munum uppfylla Mastrit mun fyrr en margan grunar. Rúnar, Danmörk er ekki með evruna og þar af leiðandi ekki með stýrivexti Evrópska Seðlabankans. Það er ekki hægt með neinni sanngirni að bera saman verð hér og í öðrum löndum.

Ég er að tala um verðlag hér fyrir og eftir inngöngu og það er viðurkennt að verðlag lækkar fremur en hitt í þeim löndum sem gengið hafa inn. Verðlag á landbúnaðarvörum mun lækka verulega, enda landbúnaðarstefnan hér verið kolröng um áratugaskeið.

 Við skulum ræðast við aftur þegar samningsákvæði hafa skýrst og betur er komið í ljós hvað í raun og veru hangir á spýtunni. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2009 kl. 22:40

22 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sigurður Baldursson. Hvað hefur það kostað okkur að vera með flotkrónuna og vera utan ESB, með ónýtt Fjármáleftirlit og eigni Seðlabanka sem stjórnað var eins og spilavíti. Bara reikningurinn frá Davíð eftir hans "stjórnun" á peningamálum okkar mundi duga okkur í ca 40 til 50 ár, ef þínar tölur um greiðslur til ESB eru réttar.

Við erum að bera saman svo ólíka hluta að það er nánast ekki hægt að finna hliðstæður. Við erum með mikilfenglegasta hrun þróaðs þjóðfélags samfélag í fanginu. Er nokkur skrítið þó við viljum komast í skjól svo fjárhættuspilararnir á hægri vængnum nái ekki að kollsteypa okkur að nýju. Auðvitað eru bæði kostir og gallar á ESB. Það veit allt fólk með sæmilega greind. En ég tel að kostirnir séu fleiri og stærri en gallarnir og vil fara þarna inn.

Þið talið um trúarbrögð varðandi ESB. Hvað eru þá sú árátta kölluð sem rembist eins og rjúpan við staurinn að halda því fram að við eigum að vera utan ESB og nota til þess alls kyns afsakanir og fullyrðingar sem ekki standast.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2009 kl. 23:13

23 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þú stendur þig vel Hólmfríður. Ég á líka ættir að rekja til Húnavatnssýslu! Skoðanaskifti á blogginu eru venjulega fullyrðingaskifti. Einsog málum er háttað núna er verið að skoða málin með aðildarumsókn. Við bíðum sallaróleg. Ég áskil mér rétt að skifta um skoðun hvernær sem er í þessu umsóknarferli. En einsog er styð ég það heilshugar.

Gísli Ingvarsson, 7.11.2009 kl. 23:30

24 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakkir fyrir hrósið Gísli Ingvarsson. Það er ekki mikið um rökræður hér og fólki finnst greinilega leiðinlegt að standa í slíku. Þú er stuðningsmaður ESB aðildar eins og er og það segir nokkuð um þinn hug, því neikvæðu raddirnar eru svo háværar núna. Það er varla að það sjáist jákvæð skrif um þetta mál. Ég hef verið ESB sinnuð síðan verið var að ræða EES samninginn og sérstaklega eftir að ég sá hin jákvæðu teikn sem hann bar með sér. Ég hef verið fylgjandi aukinni sameiningu sveitarfélaga í mörg ár og líka upplifað á eigin skinni hvað slík sameining gerir fyrir eitt byggðarlag.

Svo hef ég unnið að sameiningu verkalýðsfélaga í minni heimabyggð undanfarinn einn og hálfan áratug og er mjög stolt af þeim árangri sem það hefur skilað í aukinni  þjónustu til félagsmanna og sterkari einingu til að ná árangri í kjaramálum. Var einmitt fyrir viku á fundi þar sem Verkalýðsfélag Hrútfirðinga og Stéttarfélagið Samstaða í Húnavatnssýslum voru að sameinast undir nafninu Stéttarfélagið Samstaða.

Ég á ekki von á að ég verði afhuga ESB aðild. Eitt að lokum, hvar ligga þín ættartengsl í Húnavatnssýslu??

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 02:13

25 Smámynd: Björn Heiðdal

Hólmfríður er greinilega í sama hlutverki og ýmsir ESB andstæðingar á Eyjunni.  Hjá henni fyllast allt af nei-fólkinu sem reynir að tala hana til.  En hún hlustar ekki, því rökin með og á móti eru bara jú víst og meira jú víst.  Ég hef það sterklega á tilfinningunni að Hólmfríður viti ekki mikið um ESB, ekkert meira en t.d. flestir andstæðingar sambandsins. 

Væri Hólmfríður til í að koma með raunveruleg dæmi um fólk og fyrirtæki sem hafa farið illa út úr ESB?  Til að vega og meta kosti aðildar þarf að skoða gallana.  Ef Ísland þarf t.d. að borga með sér inn í sambandið höfum við þá efni á því?  Ef við missum réttinn til að ákveða fiskveiðikvóta, er það í lagi?  Hentar sameiginleg utanríkisstefna ESB okkur eftir tilkomu Lissbon sáttmálans? 

Upplýst umræða skoðar gallana en ekki eingöngu jákvæðu hliðar aðildar að ESB!  Samfylkingin virðist hafa markað þá stefnu að upplýst umræða sé óheppileg og tímafrek.  Hún muni spilla fyrir inngöngu og jafnvel koma í veg fyrir hana. 

Björn Heiðdal, 8.11.2009 kl. 08:42

26 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað eru ýmsir agnúar á málinu en það er kannski of snemmt að fabúlera um mál eins og fiskveiðistefnuna og til þess eru nokkrar ástæður. Um þessar mundir er að störfum nefnd sem er að skoða fiskveiðistjónunarkerfið. Það getur í framhaldinu tekið breytingum sem ekki er tímabært að giska á. Innköllun aflaheimilda er eitt af stefnumálum núverandi ríkisstjórnar. Hvað verður ofan á hér heima ræður miklu um samningsmarkmið, auk þess sem fiskveiðistefna ESB er í endurskoðun sem getur auðvitað breytt ýmsu

Það sem ég hef rakið um fiskveiðimálin er einingis sú staðreynd að staðbundnir fiskistofnar sem sem eru hér í hringum Ísland, verða ekki á forræði yfirstjórnar í Brussel. Þar eru teknar ákvarðanir um sameiginlega fiskistofna aðildarríkjanna og undir það munu þeir stofnar heyra sem við erum í dag að semja um við aðrar þjóðir eins og Normenn. Þarna er ég ekki að tala um hluti sem búið er að semja um, heldur grundvallarreglur sem gilda um málið.

Auðvitað er alltaf hægt að bæta við sína þekkingu um þetta mál eins og annað og þar er ég engin undantekning. Það er ekki minn stíll að stappa niður fæti og segja jú víst.

Hins vegar finnst mér að umræðan gegn aðild snúist mikið um ótta til einhvers sem tæpast er inni í myndinni miðað við nútíðina og jafnvel verið að koma með rök sem áttu við fyrir 15 - 20 árum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 09:42

27 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú viðurkennir réttilega að fiskveiðistefna ESB sé í endurskoðun.  Það á líka við um aðra þætti sambandsins.  Utanríkismál, skattar, umhverfislöggjöf eru allt málaflokkar sem hafa breyst í gegnum árin hjá ESB.  Þannig að óttinn hjá "nei" fólkinu snýst kannski frekar um framtíðina en ekki fortíðana fyrir 20 árum.  Ef fólk ætti í dag að kjósa um aðild að ESB eins og sambandið var fyrir 20 árum eða standa utan við EES, ESB og alla samvinnu þá held ég að 90% þjóðarinnar segði eitt stórt JÁ.

Í mínum huga eru fullyrðngar ESB sinna um betra veður jafn fáránlegar og fullyrðingar andstæðinga ESB um að hér fyllist allt af útlendingum.  

Björn Heiðdal, 8.11.2009 kl. 10:36

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ómar: það er hægt að fara fótgangandi milli allra þessara landa sem þú telur upp"

Nei - sem gerir málið þá enn ótrúlegra og sýnir glögglega hve völd SF eru orðin mikil glóbalt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 11:26

29 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Óttinn við framtíðina er oftast stórlega ofmetið fyrirbæri. Ég er ekki í þeim hópi sem sé allt svart framundan. Ég er bjartsýn á að okkar frábæru samningnefnd takist að ná góðum samningum við ESB og að þjóðin muni finna sinni framtíð best borgið í samfélagi Evrópskra ríkja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 13:10

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sumt fólk talar um "málefnilega umæðu" varðandi samband fullvalda lýðræðisríkja evrópu.  Kosti og galla etc.

Nú málið er einfallt, það er eins og að leita að nál í heystakki að ætla að fyrirfinna einhvern gall í esb.  Er bara þannig.  Enda er esb talið til fyrirmyndar á heimsmælikvarða á öllum sviðum.

Nú, hvernig fer "málefnaleg umræða" Andsinna fram ?  Jú, það eru skáldaðar upp enhverjar Grænu trölla og ævintýrasögur um leið og morgunkornið er etið en sumt  finna þeir á einhverjum öfgasíðum á netinu.  Lítið ris yfir þessum skáldskap, staglkennt og enginn frumleiki til lengdar.

Umræddan ævintýraskáldskap bera andsinnar síðan á borð og auðvitað er hver einasta saga og hver einasta málsgrein  afsönnuð jafnharðan af skynsemisröddum - og tekur það yfirleitt mjög stuttan tíma, nokkrar sekúndur bara.

En þá hafa andsinnar þann háttinn á að ekki er fyrr búið að sýna fram á fráleitleikann sem þeir bera á borð - fyrr en þeir bera alveg hreint nákvæmlega sömu söguna aftur til borðs !  Alveg nákvæmlega sömu !!

Svo í tímanns rás er búið að afsanna hverja eina og einustu andsk. ævntýrasögu andsinna  allt að 10.000 sinnum í 10 veldi.  Allt að því það oft.

Svo tala menn um "málefnilega umræður" ! Gimmi a breik !

Það hvort ísland gerist aðili að ESB snýst um hvort Skynemin muni ráða eða Heimska Andsinna. 

Svo er nú það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 14:47

31 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú segir nokkuð Ómar Bragi og þér er mikið niðri fyrir. Ég ætla samt sem áður að halla mér að málefnlegri umræðu eins og verið hefur enda skilar hún meiru en upphrópanir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 15:31

32 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú veist ekki einu sinni um hvað þarf að semja né hvernig svona viðræður ganga fyrir sig!  Það er líka bara í góðu lagi og ekkert til að skammast sín fyrir.  Fólk sem vill ganga í ESB lætur hjartað ráða för og dreymir stóra drauma um stórt samband með mörgum löndum.  Mikilmennskudraumur ársins 2007 gengur aftur.  Ég spyr hvað er hreinlega að því að vera lítill?  Af hverju þarf allt að vera SuperSize og BigMac með tveggja lítra kók.   

Björn Heiðdal, 8.11.2009 kl. 15:47

33 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Björn Heiðar. Er það nýjasta trixið að halda því að halda því fram að ég vit ekki um hvað þarf að semja, ojæja. Semja þaðr um fiskveiðipakkann, um landbúnaðinn, um viðskiptasambönd sem ekki eru innifalin í EES, um aðgengi að sjóða og styrkjakerfi ESB, um túlkun klásúlu um harðbýl svæði, um aðkomu að byggðastefnu sambandsins, um lagalegar túlkanir, um gjaldmiðilsmál og margt fleira.

Það sem ég veit ekki enn er hvað kemur út úr nefndarstarfi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Samningsmarkmið sjávarútvegsins og landbúnaðarinns hafa ekki verið formlega kynnt o. sv frv.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 17:48

34 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvernig er hægt að meta kostina ef ókostirnir eru ekki taldir með.  Ég skil að þú vilt ganga í ESB til að tilheyra stórri heild því Ísland er ekki nógu stórt.  Við eigum ekki nógu mikið af vel gefnu fólki til að stýra landinu o.s.fr.  Það er ekki nóg fyrir þig að landið verði eitt sveitarfélag og kjördæmi.  Þú vilt ganga alla leið og tilheyra erlendu risabandalagi. 

Þetta eru stórir draumar og að mínu mati sömu draumar og komu þjóðinni á kaldann klaka.  Mikilmennsku brjálæði síðustu ára verður að ljúka!

Björn Heiðdal, 8.11.2009 kl. 20:01

35 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Það sem ég veit ekki enn er hvað kemur út úr nefndarstarfi um fiskveiðistjórnunarkerfið. Samningsmarkmið sjávarútvegsins og landbúnaðarinns hafa ekki verið formlega kynnt o. sv frv."

Þetta er ekki flókið. hjá ESB er bara eitt í boði. Ganga í sambandið og gangst undir lög þess og reglugerðir með mismunandi löngum aðlögunartíma (sem er ekki óendanlegur). Annað er ekki í boði. þeir sem halda öðru fram vita ekki betur eða eru að ljúga. hvoru tveggja lýsir því hversu mikill blekkingarleikur esb sinna er. 

og síðan er andstaðan við ESB ekki tímabundinn. ef þú hefur ekki fylgst með undanfarin ár og jafnvel áratugi þá hafa esb andstæðingar alltaf verið fleirri en esb sinnar. nema í nokkrum undantekningar tilvikum sem best má lýsa sem tímabundinni sveiflu eftir efnahagshrunið síðastliðið haust. þannig að titillinn á þessu bloggi er ósk hyggja af þinni hálfu. 

Fannar frá Rifi, 8.11.2009 kl. 20:27

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er býsna vel geymt leyndarmál að undanfarin ár hafa fleiri verið með aðild en á móti samkv. skoðanakönnunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 21:09

37 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Björn Heiðar nú ertu þrotin að rökum og ferð að tala um gáfnafar þjóðarinnar. Ég er að tala um að ganga til liðs við bandalag fullvalda og sjálfstæðra þjóða sem gert hafa með sér samkomulag um gagnkvæm viðskipti á mjög mörgum sviðum. Það hefur ekkert með mikilmennsku brjálæði heldur skynsamlegann kost sem verður landi og þjóð til góðs til alngs tíma.

Fannar þínir sleggjudómar um ESB eru tæpast svaraverðir nema ef vera skyldi sú fullyrðina að meirihluti þjóðarinna hafi verið á móti aðild undanfarna áratugi. Ég er nefnilega sammála Ómari að meiri hluti þjóðarinna hefur verið hlyntur aðild undanfarin ár.

Ég ætla svo að hryggja ykkur með því að ég er sannfærð um að við samþykkjum aðild og verðum komin inn í ESB innan skamms tíma. Hinn kosturinn er nefnilega ekki fýsilegur þegar grant er skoðað. Við höfum af því glænýja reynslu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 23:00

38 identicon

Það er ekki það sama að vera með aðild og með aðildarviðræðum. Vandamálið með að vera með aðild er við höfum ekki séð samninginn. Þess vegna eru, í skoðanakönnunum, fleiri á móti aðild en á móti aðildarviðræðum. Ég er persónulega hrifinn að Evrópusambandinu, evrunni og fleira en það er erfitt fyrir mig að segjast vera með aðild, enda veit ég ekki hvernig samningurinn lítur út. Aftur á móti er ég fylgjandi aðildarviðræðum og væri fylgjandi aðild ef ákveðnar hugmyndir um samning verða að veruleika.

En ef fólk er einfaldlega spurt hvort það sé fylgjandi aðild eða ekki þá er eðlilegt að fólk gefi ekki út óútfyllta ávísun í því efni. Þess vegna eru allar skoðannakannanir sem spurja "fylgjandi aðild eða ekki"einfaldlega vitleysa.

Egill (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 00:55

39 Smámynd: A.L.F

Ertu viss um að þú verðir á lífi þegar ísland fær loksins evruna?

Ég er nokkuð viss um það að ég verði ekki á lífi og samt er ég rétt 34 ára.

Ég hef enga trú á því að ESB henti íslandi og já engin af þeim sem ég þekki eða þeir þekkja.

A.L.F, 9.11.2009 kl. 01:57

40 identicon

Mikil er trú þín Frú Hólmfríður.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:56

41 Smámynd: Njáll Harðarson

Það er ekki sjálfsgefið að Ísland taki upp Evruna þótt svo ólíklega vildi til að samþykki næðist um inngöngu, sem aftur byggist stórlega á áróðri fjölmiðla, sem eru á fárra manna höndum. Þjóðin sem slík fær litlu um það ráðið.

Best finnst mér að þegar við erum komin í ESB þá getur maður fengið keypt hangikjöt og sent til Danmerkur um jólin.

 Ég er eiginlega að segja að fyrir alla þá íslendinga sem hafa flutt til Evrópu, þá myndu þeir upplifa það að ísland eltir þá inn í ESB og íslendingar fá allt í einu kosningarrétt í ESB löndunum. Og þegar frá líður þá verða allir íslendingar Evrópubúar hvar sem þeir dvelja í Evrópu. Nokkurskonar gringos, þ.e.a.s. bara euros.

Ég held ef við hættum að einblína á þúfurnar þá væri stærri sjónarhringur ekki als slæmur.

Njáll Harðarson, 9.11.2009 kl. 16:04

42 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Egill, þú tekur afar ábyrga afstöðu og hana skil ég mjög vel. Ég er að sjálfsögðu afar hlynt aðildarviðræðunum og hef um margra ára skeið verið sannfærð um að okkur væri betur borgið inna ESB en utan.

A.L.F. Það er ekki heila málið hvort ég lifi inngönguna eða ekki. Miðað við mína heilsu í dag tel ég reyndar milkar líkur á að eg geri það, enda bara spurning um 2 til 3 ár.

Guðrún, þetta er sannfæring mín.

Njáll. Evru eða evrutengingu munum við fá innan skamms þegar við verðum komin inn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2009 kl. 17:43

43 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála þér Hólmfríður!

Það er ekki auðvelt að hafa sannfæringu, en það borgar sig á endanum.

Það er auðsjáanlegt að launuð hagsmunasamtök LÍÚ - HEIMSSÝN - hafa blásið í herlúðra.

Að auki tjaldar Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn öllu sem til er. Nú er búið að gera Björn Bjarnason að formanni utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins, sem er eins og blaut tuska í andlit þeirra 30% sjálfstæðismanna, sem eru ESB sinnar.

Þeir eru að biðja um klofning!

Hvílíkir pólitískir klaufar - hver afleikurinn á fætur öðrum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.11.2009 kl. 22:54

44 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Guðbjörn.

Takk fyrir þitt góða innlegg. Heimssýn er líka dyggilega styrkt af Búnaðarfélögum um allt land, bændur halda líka að þeir muni líða undir lok við inngöngu í ESB. Heilaþvotturinn er svo algjör að það er með ólíkindum. Er stuðningur í Sjálfstæðisflokknum ekki meiri en 30%, er fólk ekki bara hrætt við að gefa sig upp með sína afstöðu. Það eru líka örugglega margir enn á báðum áttum og það skil ég vel. Klofningur segir þú í Sjálfstæðisflokknum, var það ekki eitt af því sem Björg Bjarnason taldi að mundi gerast. Mér finnst ég muna það úr einhverjum viðtalsþætti við BB. Og hann orðinn formaður utanríkismálanefndar hjá flokknum. Og Davíð að reka Moggann sem hart flokksblað ESB andstæðing í flokknum. Sammála þér með klaufaskapinn og afleikina.

Mér finnst ekki svo erfitt að halda minni sannfæringu gagnvart ESB aðild. Það er annað verra og það er að halda bjartsýninni í öllum þessum bölsýna fréttaflutningi. En ég skal halda dampi og halda áfram að þrjóskast við að koma ferðaþjónustufyrirtækinu mínu á gang í vor. Það kostar að vísu nokkra hörku og útsjónarsemi. En allt um það, ég vona það besta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2009 kl. 23:19

45 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég vona að hvorki þú eða ég séum mælikvarði á gáfnafar þjóðarinnar en vitlaus og auðtrúa er hún.  ESB er ekki bandalag sjálfstæðra þjóða, alveg sama þó þú haldir það.  Tunglið væri varla úr osti þó ég segði það hundrað sinnum.  En af hverju er ESB ekki bandalag sjálfstæðra þjóða?  Með inngöngu í ESB hafa þjóðir afsalað sér ákveðnu fullveldi og ákveðið að taka upp samvinnu um ýmis mál, reyndar flest mál eins og staðan er í dag.  Hér áður fyrr hét sambandið bandalag og var þá um bandalag sjálfstæðra þjóða að ræða.  Illu heilli er svo ekki mikið lengur með Lissbon sáttmálanum og frekari samruna á næstu árum.

Bandalag þjóða breytist í Evrópu samband.  Sumum hugnast þessi þróun og vilja jafnvel bara eina alheimsstjórn með sterkann leiðtoga fyrir alla jarðarbúa.  Aðrir eru á móti allri samvinnu en flestir kannski þarna mitt á milli einhversstaðar.  Sjálfstæðar þjóðir eru ekki með sameiginlega mynt, fána, landamæravörslu, tolla o.s.fr.  Þó ESB hafi verið samband sjálfstæða þjóða er svo tæpast í dag og alveg örugglega ekki á morgun.

Þú hefur alveg rétt á því að vilja ganga í ESB en vinsamlega slepptu þessum Samfylkingarfrösum um meira lýðræði, sjálfstæði og lægra matarverð.  Því ekkert af þessu á við nein rök að styðjast eins og málum er háttað í dag og á morgun.  Kannski var þetta svona fyrir tveimur árum eða tuttugu.  

Annars held ég að þú gerir þér vel grein fyrir þessu og sért fylgjandi stóru ríkjasambandi en til að þjóðin segi já þarf að ljúga smá.

Björn Heiðdal, 9.11.2009 kl. 23:30

46 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Björn Heiðdal, þú leitast við að skýra fyrir mér þína túlkun að ESB og hvað aðild mun þýða fyrir okkur íslendinga. Það er vissulega gott og blessað, og takk kærlega fyrir það. Þér er tíðrætt um sjálfstæði þjóðarinnar, gott og vel. Er það ekki ætíð túlkunaratriði hvað fellst í sjálfstæði. Ég tel mig vita það nokkuð vel að orðið fullvald ríki á við um aðildarríki ESB. Þau "rök" sem þú ert að leggja fram eru ekki til þess fallin að ég skipti út minni skoðun fyrir þau. Þarna finnst með frekar vera um FULLYRÐINGAR að ræða, en haldbær rök.

Við erum bara ekki sammála og þar við situr. Ég er líka nokkuð viss um að það sem þú kallar "Samfylkingarfrasa" sé mun nær sannleikanum, en þú ert tilbúinn til að viðurkenna. Þá er það bara þannig og verður þannig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2009 kl. 23:56

47 Smámynd: Björn Heiðdal

Er Ísland sjálfstætt í dag?

Björn Heiðdal, 10.11.2009 kl. 09:23

48 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er góð spurning Björn Heiðdal. Það finnst mér vera álitamál og hef reyndar verið í vafa undanfarna mánuði. Að halda fullveldi er nauðsynlegt til lengri tíma og það tel ég að takist best með því að ganga til liðs við ESB. Sjálfstæði og fullveldi er ekki það sama eins og þrepin til sjálfstæðis Íslands á síðustu öld sýna vel.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2009 kl. 12:08

49 identicon

„Fullveldi felur í sér einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks.“

Það að „ganga til liðs við ESB“ felur í sér framsal fullveldis til Brussellinga, sérstaklega til lengri tíma, þar sem þeir hafa tekið að sér eða eru að taka að sér æðstu stjórn „ dómsvald[s], löggjafarvald[s] og framkvæmdavald[s]“ meðlima ESB.

Það liggur í augum uppi hverjum þeim er kann skil á fullveldi að allt tal um að „halda fullveldi“ með því að framselja það eru fleipur.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 17:52

50 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvernig er hægt að taka mark á einhverjum sem talar um "Brussellinga"? Hvaða þjóðflokkur er það?

Páll Geir Bjarnason, 10.11.2009 kl. 19:44

51 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum skoða málin eftir að við erum komin inn í ESB. Þá kemur þetta allt saman betur í ljós.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

107 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband