6.11.2009 | 17:21
Ríkisstjórnin á réttri leið
Eins og vænta mátti er ríkisstjórnin á réttri leið og í raun gengur mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eins og fram hefur komið um skattamál í öðrum fréttum er nú í smíðum tillögur um skattþrep í staðgreiðslu. Slíkur háttur hefur verið um nokkurt skeið í nágrannalöndum okkar og gengið vel. Fyrri fríksstjórnir hafa borið því við að slíkt væri flókið, en auðvitað mátti ekki fyrir nokkurn mun, skattleggja þá neitt meira sem hærri höfðu tekjurnar. Hækkun skattleysismarka hefur verið og er krafa ASÍ enda slíkt bundið í kjarasamninga. Fyrir mitt leiti er þrepaskattur síst lakari leið, ef tekið er á skattlagningu lágra launa með þeim hætti að hún væri léttari. Hækkun skattleysismarka skiptir litlu fyrir hátekjuhópana, en er þó til að létta skattbyrgðar ef eitthvað er.
Sjálfstæðismönnum svíður mjög að sjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir reisa Ísland úr rústum og það sem meira er að verða vitni að kerfisbreytingum sem eru í farvatninu sem mola niður klíkusamfálagið þeirra, sem auka jöfnuð í landinu og gera mun erfiðara að hygla vinum og ættingjum með embættum, lánum og öðrum fríðindum eins og tíðkast hefur alla þeirra tíð við ríkisstjórnarborðið.
Minni þörf á skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hólmfríður mín.
Ég er sammála því að vissu leyti. En meira má gera en duga skal. Mér finnst Samfylkingin nú ekki alveg vera að halda utan um öryrkja og aldraða og lífeyrisþega í þessu landi. Þegar að flokkurinn lækkar bætur til þessara hópa um mörg hundruð prósent. Það er bara ömurlegt og sýnir bara hrokann og yfirganginn. Þetta er lítilsvirðing við okkur.
En eigðu gott kvöld.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 17:48
Ég tel að Samfylkingin sé að gera sitt besta og muni gera það áfram.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2009 kl. 21:03
Gott að finna jákvæðan einstakling á þessum niðursveiflu tímum. Það er nú ekki úr miklu að moða fyrir núverandi ríkisstjórn, ekkert nema skuldir, skuldir til að borga og spilling til að uppleysa. Þegar hægri stjórnin gat ekki einu sinni haldið uppi jöfnuði efnahagslífinu í temmilegu ástandi í þessi tæp 20 ár við stjórn af hverju ættu þeir þá að hafa tök á að reisa okkur upp? Ég segi upp með jákvæðnina og þá gengur allt í haginn
Valgeir (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 23:59
Takk fyrir hrósið Valgeir. Þú segir réttilega að ekki sé úr miklu að moða fyrir núverandi ríkisstjórn og það er rétt. En kannski er það einmitt styrkurinn að ALLT, BÓKSTAFLEGA ALLT ÞARF AÐ BYGGJA UPP. Það er þá hægt að henda gömlu fúaspýtunum og setja nýjar og það er ríkisstjórnin einmitt að gera. Verðið er að slá upp fyrir nýju húsi og það á ekki að byggja á sandi draumóra og fégræðgi, heldur jöfnunar og réttlætis. Hvar sem er í kerfinu er verið að vinna, verið að setja nýja innviði, í stað þeirra morknu. Það má líkja þjóðin við mikla lest trússhesta sem staddir eru í miðri á. Lestin er komin yfir straumharðasta kaflann, en eftir er að fara yfir grýttan botn og nú verður hver klár að vanda sitt næsta skref. Það má enginn hrasa og allir verða að komast yfir. Með samstilltu átaki hefst það og hinumegin er sléttir vellir og grónar hæðir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2009 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.