4.11.2009 | 17:16
Hagsmunasamtök Heimilanna
Hagsmunasamtök Heimilanna er breiðfylking fólks sem myndast hefur til að standa vörð um rétt venjulegs fólks til að fá fjárhagslega leiðréttingu vegna hrunsins.
Hvað tekjur fólk er með er ekki stóra málið heldur að þarna er verið að vekja okkur öll til vitundar um að fjölskyldur/heimili eru líka með fjárfestingar/sparnað í öðru formi en innistæðum í fjármálastofnunum.
Ég minnist þess ekki að innistæðueigendur hefi verið flokkaðir eftir því í hvaða launaflokki þeir væru og ættu mis mikinn rétt til að fá sína peninga af vogunar eða peningamarkaðssjóðum. Þetta er bara nákvæmlega sami hluturinn og þarna er í mörgum tilfellum um stórfellda eignaupptöku að ræða. Við eigum að sitja við sama borðið hvort sem við höfum lagt sparnað okkar í hús eða inn á bankareikninga.
Ég seldi mína húseign korteri fyrir hrun og slapp því fyrir horn að því leiti. Annars er það svo með marga á landsbyggðinni að það hefur orðið eignaupptaka í gegnum verðtrygginguna. Lánin okkar hafa hækkað en húseignir ekki að sama skapi.
Svo hefur Íbúðalánasjóður sent fasteignasala til meta eignir fólks niður í verði. Þetta var gert í okkar tilfelli og kaupendur máttu sæta því að lán til þeirra var lækkað. Salan gekk þó í gegn á upphaflegum forsendum, en það var ekki IL að þakka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hagsmunasamtök heimilana vinna mjög gott starf. En mér finnst bara ekki heyrast nógu mikið frá þeim. En það er kannski vitleysa í mér. Eigðu gott kvöld.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:34
Þau reyna eins og unt er að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það eru sjálfboðaliðar sem vinna við samtökin, en hægt að styrkja þau á www.heimilin.is
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.11.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.