31.10.2009 | 23:06
Tilgangur kvóta á fiskveiðar.
Ég hef lengi staðið í þeirri trú að kvóti á veiddan fisk á Íslandsmiðum hefði verið settur á til að vernda hina ýmsu fiskistofna fyrir ofveiði. Svo hafa stjórnmálamenn, sægreifar og aðrir talsmenn þessa kerfis talað undanfarin ár. Nú kemur það fram í bloggfærslu Gunnari Þórðarsyni þar sem hann fjallar um grein Ólínu Þorvarðardóttir í Morgunblaðinu í vikunni sem leið.
Í bloggfærslu Gunnars segir:
"Ólínu verður tíðrætt um hvernig kvótakerfið hafi brugðist í að byggja upp fiskistofna. Það er engin furða enda var kvótakerfið ekki sett á til þess. Það var sett á til að auka arðsemi í greininni og draga úr sóknargetu flotans, getu sem stjórnmálamenn höfðu skapað með gengdarlausum innflutningi á togurum."
Þarna stendur sem sagt að nógu margir togara hafi verið komnir til landsins og nauðsynlegt hafi verið að skipta aflamarkinu á milli þeirra svo ekki kæmust fleiri að. Stærð fiskistofna sé þessu óviðkomandi. Allaf heyrir maður eitthvað nýtt.
Færslan er reyndar öll til að lofsyngja kerfið og tala niður til þeirra sem vilja breytingar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.