30.10.2009 | 22:20
Áhugaverð ráðstefna.
Þemaráðstefna Vestur Norðurlanda um fiskveiðimál er fyrirhuguð á Íslandi í júní á næsta ári, þar sem fiskveiðistjórnunarkerfi þessara landa verða borin saman. Það tilkynnti Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður ráðsins, á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi.
Þetta sýnist vera afar ánægjulegt skref í þá átt að skoða með ábyrgum hætti þær leiðir sem Íslendinga, Grænlendingar og Færeyingar hafa farið til að hafa stjórn á fiskveiðum í lögsögum landa sinna.
Það er virkilega kominn tími til að skoða þessi mál á mun breiðari grundvelli en gert hefur verið hér á landi. Það á svo eftir að koma í ljós hvort farið verður í frjálsar vísindaveiðar í lögsögum þessara ríkja, en það er að mínu áliti afar áhugaverður kostur.
Samstaða þessara þriggja fiskveiðiþjóða er afar mikilvæg og þær eru líklegar til að geta tekið virkan þátt í að móta stefnu ESB í fiskveiðimálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.