Ísland að verða borgríki

Þetta kom frá í erindi Ágústs Einarssonar Rektors við Háskólann á Bifröst á ársfundi Starfsgreinasambandsins á Selfossi nýverið. Að sögn Ágústs búa nú um  2/3 íbúanna á suðvesturhorninu.

Að mínu áliti hefur þessi þróun verið að eiga sér undanfarna áratugi og margt komið til. Breyttir búskaparhættir til sveita ásamt hraðri atvinnu uppbyggingu í þéttbýli, um og eftir miðja síðustu öld. Allt stjórnkerfið safnaðist mjög snemma til Reykjavíkur, jafnframt því að þar hefur verið miðstöð milliríkjaviðskipta um árabil. Meginhluti Háskólamenntunnar hefur lengst af farið fram í Reykjavík og nágrenni og svona mætti lengi telja. Tilkoma kvótakerfisins veikti verulega mörg svæði á landsbyggðinni og fjármálastarfsemin hefur einnig verið öflugust syðra.

Að sögn Ágústs er þessi þjóðfélagsgerð okkar eins dæmi í veröldinni og hlýtur að vekja upp spurningar um hvort þetta sé alls kostar heppilegt búsetuform. Ég hlustaði ekki á erindi ÁE en hef séð glærur hans sem fylgdu erindinu þar sem hann kom víða við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held bara að það eigi að sameina öll Norðurlöndin í eitt sameiginlegt ríki eins og þeir á Bylgjunni eru að tala um í dag. Það væri það besta sem kæmi fyrir íslendinga og íslenska þjóð. Eigðu gott kvöld Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæl Hólmfríður.

Hvar er hægt að nálgast þessar glærur Ágústar?  Annars er ég sammála síðasta ræðumanni, og ekki síst séu hlutirnir settir í samhengi við það sem þú fjallar um í þessari færslu.

Sigurður Jón Hreinsson, 29.10.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurður. Þær eru her og kallast  Hvað á að gera? Var ekki á Þingi SGS og get því ekki úttalað mig um efni þeirra sem er sð mínu mati áhugsvert.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband