22.10.2009 | 16:03
Batakveðjur til Flosa
Ljótt er að heyra, en þar sem Flosi Ólafsson er afburða jákvæður og glaðlyndur maður, auk þess sem heilbrigðisstarfsfólkið okkar er upp til hópa algjörir galdramenn við að koma skrokkum og sálum í lag, er ég býsna bjartsýn fyrir hönd Flosa. Sendi honum og fjölskyldu hans miklar og kröftugar bataóskir. Guðsblessun til ykkar allra.
Flosi Ólafsson töluvert slasaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það þyrfti að herða til muna viðurlög og svipta bílstjóra bílprófi ævilangt þegar þeir fremja svona tilræði eins og þeir gera svo ansi margir bílstjórarnir á stóru vörubilunum.
ég fer oft leiðina Reykjavik/Snæfellsnes, þar eiga oft vörubilar og langflutningabilar með tengivagna, sem þá eru líklega 3-4 billengdir á vegunum, þegar ég er með cruisecontrol á jeppanum hjá mér stillt á 90-95 km/klst hraða, þá kemur það nánast undantekningarlaust fyrir að vörubilar og trailerar keyra með offorsi framúr með tilheyrandi hættu fyrir okkur sem erum í minni bilnum.
þetta er bara timasprengja og spursmál hvenær það gerist að fólk er drepið með þessum hætti, Flosi er mjög heppinn að sleppa lifandi, því þegar þessir langflutningabilar taka svona framúr, þá er það ekkert annað en tilræði til manndráps og ætti að taka harkalega á því.
D (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 03:05
Vegakerfið okkar er ekki í stakk búið til að taka við þeim gríðarlega fjölda flutningabíla sem komu á vegina þegar skipaflutningar lögðust af kring um landið. Það er vissulega rétt hjá þér að þeir aka margir hverjir mjög hratt og mikil nauðsyn að taka á því. Framúrakstur er ætíð varasamur og hefur oft valdið alvarlegum slysum og eru þá allar gerðir bíla settar undir sama hatt hvað það varðar. Flutningabíla geta vel valdið vindsveip um leið og ekið er framúr og ausið upp vatni og óhreinindum af veginum. Stöðvunarvegalengd þeirra er líka líka mun lengri en annarra bíla. Það eru svo sannarlega margar hliðar á þessu máli.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.10.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.