Styrkur til að semja einleik

Mikil tímamót voru í mínu lífi í gær, þegar ég fékk það formlega viðurkennt að ég er handritshöfundur og leikari. Þetta er stór orð og mikið í ráðist, en konan er kjarkmikil og brött og mun takast á við þennan hamar með bros á vör.

Ég var semsagt að fá styrk til að semja einleik um krepputímann í kring um 1882 og þann merka atburð þegar 32 reyðarhvali rak undan bænum Ánastöðum á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Þessi matbjörg bjargaði miklum fjölda Íslendinga frá hungurdauða og það er beinlínis hollt að rifja það upp hvað ógnarstutt er stutt síðan landinn bjó við algjöra örbyrgð.

Aftur að styrknum. Það er Menningarráð Norðurlands vestra sem veitir mér þennan styrk og ég er afar stolt af því aðveita honum viðtöku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Til hamingju með Styrkinn, njótu vel. Hlakka til að heyra af afurð þinni.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 22.10.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir góðar óskir og ómetanleg hvatningu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.10.2009 kl. 14:42

3 identicon

Frábært að þú fékkst þennan styrk, þú verður nú ekki í vandræðum að rúlla þessu upp. Innilega til hamingju með þetta.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið eruð þið jákvæðar stelpur, kærar þakkir. Ég geri mitt besta og legg mig fram.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.10.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband