21.10.2009 | 23:19
Dagur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra í síðustu viku
Fór á Blönduós í síðustu viku og tók þar þátt í degi atvinnulífsins sem haldinn var í Félagsheimil Blönduóss í boði SSNV sem er Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Það var meiriháttar upplifun og frábært vítamín í sálina sem mótvægi við alla neikvæðu umræðuna í fjölmiðlunum.
Fyrir hádegi voru kynnt þau fjögur fyrirtæki í A Húnavatnssýslu höfðu verið tilnefnd til að hljóta Hvatningarverðlaun SSNV. Fulltrúar þessara fyrirtækja kynntu stafsemi þeirra, en þau er Vilko sem starfar á Blönduósi og framleiðir súpur, tilbúin þurrefni til baksturs og kryddlínuna Prima. Síðan kom fyrirtækið Léttitækni einnig starfar á Blönduósi og framleiði alls kyns tól og tæki sem létta fólki störf við hvers kyns aðstæður. Næst var fyrirtækið Ísaumur sem hjón á Steinnýjarstöðum á Skaga reka. Þar er hægt að fá margskonar merkingar saumaðar í hvers kyns tau, á húfur, töskur og aðra hluti sem fólk óskar eftir og hægt er að suma í. Að síðustu var það Saumastofan Þing sem starfrækt er rétt hjá Sveinsstöðum í litlu húsi sem áður hýsti skóla. Þar hefur verið saumað um árabil, bæði ullarvara og annað. Nú er það ullarvoðin sem fer undir nálina hjá Þingi. Fyrirtækin sýndu framleiðsluvörur sínar á staðnum.
Eftir hádegishlé hlýddum við á Þorsteinn Ingi Sigfússon framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Einar Bárðarson umboðsmaður Íslands sem fluttu okkur afar jákvæðan boðskap hvor á sinn hátt. Að því loknu sátu þeir ásamt forsvarsmönnum sveitarfélaga í pallborði og svöruðu spurningum fundarmanna. Hvatningarverðlaun voru svo afhent og var það Léttitækni sem hlaut þau. Eftir þennan frábæra dag, fór ég heim full bjartsýni og gleði, með fulla trú á því að okkur hér á NL vestra væru allir vegir færir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.