19.10.2009 | 13:28
Dómsdagsspár í boði Sjálfstæðis og Framsóknar!
Meðan landinn innbyrti hádegismatinn sinn mánudaginn 19. okt. 2009 voru fluttar dómsdagsspár fyrir Ísland í boði Sjálfstæðis og Framsóknar. Góður kokteill það en þeir sem komust að frá ríkistjórnararminum höfðu allt aðra sögu að segja. Gallinn var að hún var ekki nærri eins krassandi og því fékk hún mun minna pláss. Neikvæðu fréttirnar hafa nefnilega forgang, þær selja betur auglýsingar og fá meiri hlustun.
Trúlega verður svipað uppi á teningnum með kvöldmatnum, því þannig hefur það verið undanfarna mánuði. Þetta hlýtur að auka sölu á magalyfjum og kvíðapillum til mikilla muna, hjálpa til við að koma hjónaskilnuðum í kring, hvetja fólk til að gefa bara skít í allt og hætta að baslast áfram í þessu lífi.
Stjórnmálamenn sem flytja okkur svona hrakspár og vonleysisvæl, daginn út og daginn inn, ættu að hugsa sinn gang. Hvað eru þau að gera og hverjum þjónar svona málflutningur. Við þurfum von og kjark, en ekki vol og væl. Horfa fram á næsta ár með lausnir, ég meina raunverulegar lausnir. Ekki þessi endalausu reiknilíkön um það hvað gerist eftir 10 til 20 ár. Við þurfum að komast í gegnum næstu mánuði og misseri og hugsa svo um áratugina aðeins síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragnarök í nánd :)
Finnur Bárðarson, 19.10.2009 kl. 14:10
Undarleg eru skrif þín Hólmfríður - ertu virkilega að segja að þú gangist við þessu til að láta aðra hreinsa upp eftir þig seinna ? samanber það sem þú bloggaðir hérna
http://benediktae.blog.is/blog/benediktae/entry/966995/#comments
en þar segir þú kona
Mín skoðun er sú að þegar við verðum gengin í ESB, muni sambandið taka þennan ICESAVE pakka til sín á grundvelli þess að regluverk um fjármálamarkað hafi verið gallað.
semsagt allt í plati, þú ætlar ekki að borga ?
Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 14:10
Sæll Jón. Það sem ég skrifa um yfirtöku ESB á ICESAVE pakkanum er álit byggt á því að fordæmi eru fyrir því að ESB hafi yfirtekið skuldapakka ílla staddra ríkja við inngöngu. Svo annað hitt að getum hefur verið að því leitt að eftirlitskerfi ESB hafi að einhverju leiti brugðist og á þeim forsendum taki sambandið þetta á sig. Þar er ég ekki að tala um að ESB hirði "skítinn" eftir okkur, heldur taki ábyrgð að þeim ágölum á eigin eftirlitskerfi sem gerðu það að verkum að innlánasöfnun Landsbankans varð svo stór í sniðum sem raun bar vitni. Þannig má segja að Seðlabanki ESB taki á sig ábyrgðina í stað tryggingasjóð innistæna hér hjá okkur.
Þetta eru enn sem komið er aðeins vangaveltur, en samt nokkuð trúverðugar að mínu mati.
Hneyglist svo hver sem vill, það er mér að meinalausu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2009 kl. 14:59
Sæll Jón. Það sem ég skrifa um yfirtöku ESB á ICESAVE pakkanum er álit byggt á því að fordæmi eru fyrir því að ESB hafi yfirtekið skuldapakka illa staddra ríkja við inngöngu. Svo annað hitt að getum hefur verið að því leitt að eftirlitskerfi ESB hafi að einhverju leiti brugðist og á þeim forsendum taki sambandið þetta á sig. Þar er ég ekki að tala um að ESB hirði "skítinn" eftir okkur, heldur taki ábyrgð að þeim ágöllum á eigin eftirlitskerfi sem gerðu það að verkum að innlánasöfnun Landsbankans varð svo stór í sniðum sem raun bar vitni. Þannig má segja að Seðlabanki ESB taki á sig ábyrgðina í stað tryggingasjóð innistæðna hér hjá okkur.
Þetta eru enn sem komið er aðeins vangaveltur, en samt nokkuð trúverðugar að mínu mati.
Hneyglist svo hver sem vill, það er mér að meinalausu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2009 kl. 15:01
Já hvort er nú siðferðilega réttara, að gefa út flóðbylgjuviðvörun þegar þú veist að það er að koma flóðbylgja eða þaga yfir því, til að valda ekki skelfingu ??
Sigurður Jón Hreinsson, 19.10.2009 kl. 22:39
Spurningin um siðferði getur oft verið ansi snúin. Ég tel að við séum mun betur sett en Dómsdagsspáin gerir ráð fyrir. Um fjóðbylgjuna er það að segja að mér finnst hún á öðru plani. Þar eru náttúruhamfarir á ferð og við Íslendingar vörum við slíkum hamförum þegar sérfræðingar telja þær yfirvofandi.
Þarna er verið að tala um peninga og þá gilda bara önnur lögmál. Mannslíf eru ekki tekin með peningum einum saman. Það getur hver og einn stjórnað viðhorfum sínum til peninga. Og við getum aflað peninga ef við vitum með fyrirvara að þeirra sé þörf. Þú getur líka reiknað þig til fátæktar eða ríkidæmis, eftir því hvaða reikniformúla er notuð.
Peningar eru tölur á blaði, en flóðbylgja er vatn sem brýtur og drekkir. Slíka hluti ber ég ekki saman.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.10.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.