Kallað eftir nýrri nálgun við fiskveiðistjórnun við Ísland

Datt inn í þáttinn hjá Agli Helgasyni áðan og þar var mjög athyglisvert viðtal við Kristinn Pétursson á Bakkafirði um ástand þorsksstofnsins við Ísland og í Barentshafi. Hann sagði frá meintri "ofveiði" í Barendahafi 3 ár í röð þar sem rálagt var að veiða 150 þúsund tonn en raunveiði var 500 þúsund tonn. 

Rússar stóðu á gati og í framhaldinu ákvað Hafrannsóknastofnunin í Múrmansk ákvað að gervihnattatengja 20 togara sem veiddi í Barentshafinu. Stóð sú rannsókn í 6 mánuði. Yfirmaður stofnunarinnar lét í framhaldinu reikna út þéttleika þorskstofnsins á veiðisvæðum togaranna og margfaldaði það svo með stærð þess hafsvæðis sem talið var að þorskur væri á.

Niðurstaðan var að stofninn væri 70% stærri en talið var. Í framhaldinu voru leyfi til veiða aukin veruleg og stofninn hefur ekki verið svona sterkur síðan 1943.

KP hefur haldir því fram í 21 ár að veiðiráðgjöf við Ísland sé reiknuð á röngum forsendum. Hann krefst þess að málið verði allt skoðað upp á nýtt, óháðir aðilar fengnir til að gera úttekt á málinu og það er hans mat að við eigum hiklaust að gera aukið veiðar í þorski og flatfiski um 200 þúsund tonn sem  muni skila okkur 70 milljörðum í auknum þjóðartekjum á ári.

Ég skora á stjórnvöld að skoða þetta mál af gaumgæfni og láta óháðan aðila kanna hvað þessar rannsóknaraðferðir Rússanna mundu skila hér við land.

Gott að fiskveiðikerfið er komið inn á borðið hjá Agli Helgasyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var mjög góður þáttur hjá Agli í dag. Mér fannst gaman að fylgjast með viðtölunum sem hann átti við t.d. Ómar Ragnarsson og fleiri. Það fannst mér mjög áhugavert.

En það er annars bara gott að þessi blessaða ríkisstjórn fari nú að vinna eitthvað fyrir einstaklingana og heimilin í landinu. Það er alveg komin tími á aðgerðir fyrir einstaklingana í þessu landi.

Eigðu gott kvöld.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 19:30

2 identicon

Ég gæti trúað að stór auknar fiskveiðar færu langt með að koma okkur út úr kreppunni.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:09

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðarvoru í Barentshafinu og við gefum okkur að svipaðar aðstæður séu hér, þá er alveg raunhæft að auka veiðarnar til mikilla muna. Gjafakvótkerfið þarf líka aðleggja af svo ríkissjóður fái tekjur af því að leigja kvótann, slíkt gæti verið fermur lág, föst prósenta af aflaverðmæti upp úr sjó.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Einfaldleikinn er bestur.  Taka upp sóknarmark og úthluta sem dæmi 20 dögum á mánuði á hvert skip með veiðileifi, til að byrja með.  Fiskiskipafloti Íslendinga er ekki það stór núna að þörf sé á frekari takmörkunum.  Af lönduðum afla rynni ákveðin krónutala til ríkis og hafna.

Það er í raun alveg makalaust að menn skuli ekkert horfa til sjávarútvegsins með að koma okkur út úr þessum vandræðum sem við erum í.  Frekar dettur fólki í hug að setja upp fleiri álver.  Talandi um að fara yfir lækinn til að ná í vatn. 

Sigurður Jón Hreinsson, 18.10.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þrýsta verður af alefli á stjórnvöld að taka þessi mal til gagngerar endurskoðunar. Nefnd ríkisstjórnarinnar um fiskveiðikerfið er eftir því sem ég best veit byrjuð að hittast og nú þegar ICESAVE pakkinn virðist að baki, fer vonandi að komast meiri skriður á aðra vinnu eins og endurskoðun sjávarútvegsstefnuna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband