18.10.2009 | 14:08
Að takmarka nafnlaus skrif á netinu
Sagt er í frétt á www.visir.is að í nýju frumvarpi umfjölmiðlalög sé lagt til að takmarka með einhverjum hætti nafnlaus skrif á netinu. Ég er sammála því sem fram kemur hjá menntamálaráðherra að krafa um nafn við færslur á netsíðum fjölmiðla takmarki ekki tjáningarfrelsi. Ábyrgð hlýtur að fylgja því að tjá sig opinberlega og það er opinber tjáning að skrifa færslur á netinu. Ef einhver treystir sér ekki til að tjá sig undir nafni, er hinn sami að viðurkenna að geti ekki staðið við sín orð. Sé þörf á að tjá sig um viðkvæm mál, er rétt að hinn sami snúi sér til þar til bærra aðila sem taka þá á máli viðkomandi með viðeigandi hætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála því að setja á lög um nafnlaus skrif. Það er með ólíkindum hvað fólk lætur frá sér á netið og þá oftast undir nafnleysi. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr Lúkasardómnum.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.