18.10.2009 | 00:22
Góðar fréttir fyrir okkur öll.
Ég fagna því mjög að loks skuli samningaþófi um ICESAVE málið vera lokið. Vænti þess eindregið að málið fá góða og greiða leið i gegnum þingið svo hægt sé að snúa sér að öðrum málum.
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
249 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð niðurstaða í Icesave málinu getur sparað okkur marga marga marga marga milljarða... þetta er stærsta og mikilvægasta málið! Og á bara að troða því í gegnum þingið svo hægt sé að snúa sér að öðrum málum? Öðrum málum eins og miklum niðurskurði til að mæta vöxtum icesave samninganna?
Reynir Jóhannesson, 18.10.2009 kl. 00:26
Við eigum að fara með þetta Icesave mál fyrir Alþjóðlega (óháða) dómstóla sem halla ekki á einn eða neinn, hvorki okkur né Bretana. Þetta er örugglega erfitt mál en mér sýnist eins og að stjórnarflokkarnir séu að klúðra þessu máli algjörlega. Það sýnist mér.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:30
Eru þið í einhverri sjálfsafneitun? þetta eru skelfilegar fréttir og þið dirfist að fagna?
Guðmundur Júlíusson, 18.10.2009 kl. 00:36
Hólmfríður þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur öll. Það eru mjög margir ósáttir með þennan gjörning stjórnvalda. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Við munum aldrei geta borgað allar þessa skuldir sem eru ekki einu sinni okkar skuldir. Hættum þessari sýndarmennsku og viðurkennum staðreyndir.
Helga Þórðardóttir, 18.10.2009 kl. 00:47
Þetta eru ekki góðar fréttir. Þetta eru hræðilega slæmar fréttir. Okkur er stillt upp við vegg eins og fanga við aftöku. Það er ekki einu sinni möguleiki á að færa sönnur á að við eigum ekki að borga.
Þeir þingmenn sem þetta samþykkja eru að svíkja þjóð sína.
mamman (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:55
Hreina tæra vinstristjórnin, með alt sitt gagnsæi lætur ekki að sé hæða. Byrjaði 1. júlí á að sauma að öldruðum og öryrkjum með að stór lækka bætur til þeirra, hækkar gjöld á lyfjum, sjúkraþjálfun og hækkar verð á matvöru svo lítið eitt sé nefnt. Velferðarstjórnin, ætlar nú að fara framhjá samþykkt Alþingis og leggja á okkur enn meiri byrgðar. Ég er öryrki, ég get ekki meir, ég veit ekki um ykkur hin, sem fagna þessarri niðurstöðu.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:56
Þú fagnar, Hólmfríður, en ég er nánast orðlaus.
Þetta lítur út fyrir að vera næstum jafn "glæsileg niðurstaða" og Icesave-samningurinn hinn fyrri sem Jóhanna og Steingrímur vildu, án fyrirvara, fyrst lauma óséðum í gegnum Alþingi og síðar troða ofaní kok Alþingis (stjórnarþingmanna sem og annara) þrátt fyrir óbragðið sem innihald samninganna skildi eftir í munnum þeirra sem höfðu lagt það á sig að lesa þá. Þetta er skammarlegt.
Ég bind þó vonir við að Alþingi hafni þessari óhæfu enda hlýtur allt réttsýnt fólk að sjá að ekki er hægt að láta skuldir einkafyrirtækja lenda á einstaklingum sem ekki hafa stofnað til þeirra . Fyrir utan að vera prinsipp mál vill svo til að margumrædd tilskipun ESB um innistæðutryggingakerfi beinlýnis bannar einstaka aðildarríkjum að ríkistryggja bankainnistæður þar sem slíkt myndi skekkja samkeppni milli banka.
Um leið og ríkisstjórn Íslands gerir minna en ekkert til að verja hagsmuni lands og þjóðar í þessu máli reynir hún að níða skóinn af öllum þeim sem sýna viðleitni til að fara aðrar leiðir til að komast i gegnum þessar ófarir.
Ég hef trú að því að við munum sigrast á þessari ánauð og að Guð blessi Ísland.
Sveinn Tryggvason, 18.10.2009 kl. 01:56
Hverju ber að fagna? Þessi samningur er verri en sá upprunalegi. Eini virkilega góði fyrirvarinn er tekinn út og bætt við þeim hömlum að við í raun getum ekki lögsótt. Það er bara hreinlega orðið langt síðan ég las svona mikla djöfulsins þvælu svo ekki sé meira sagt.
steinar hrafn björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 03:25
Ég er samt sem áður ánægð með að komin sé niðurstaða í málið og við getum farið að byggja hér upp. Það hefur frá upphafi verið ljóst að semja þyrfti um þetta mál og nú eru þeir samningar í höfn, komin niðurstaða sem allir hafa samþykkt að sætta sig við. Það er fagnaðarefni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 05:19
Hólmfríður ekki veit ég í hvaða heimi þú lifir, en eitt er víst, uppbyggingu hefði verið hægt að fara í allan þann tíma sem þessi stjórn hefur setið við völd. Spurning um forgangsröðun. Uppbygging hér innanlands er ekki háð Icesave. Það sýnir aftur á móti vanhæfni þessarar rískisstjórnar að ekki sé hægt að taka fyrir nema eitt mál í einu.
Það er ekkert fagnaðarefni hér í dag, ekki nokkur skapaði hlutur.
Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 08:58
Hólmfríður þetta er ekki niðurstaða. Þjóðin mun ekki kyngja þessu, þingið mun ekki kyngja þessu. Nú fer þetta enn annan hring. Þessi Svarti Pétur ætlar að verða okkur dýr, þingið hefur ekki tíma í þetta. Svei þessari stjórn!
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.10.2009 kl. 09:13
Þegar samið er þá er það fagnaðarefni að samningum sé lokið, niðurstaðan getur verið erfið og ég talaði aldrei um að ég fagnaði sjálfri niðurstöðunni, heldur einungis að samningaferlið virtist á enda.
Þetta mál hefur tafið okkur um marga mánuði í því uppbyggingastarfi sem er svo brýnt fyrir okkur öll. Þá skiptir ekki máli hvort við erum öryrkjar, vinnandi fólk, námsmenn, bændur, sjómenn, veitingamenn, ferðaþjónustufólk eða hvað við köllumst. Öll þyrstir okkur í þessa uppbyggingu og komist hún af stað á fullum krafti, er það mikið fagnaðarefni. Ég taldi mig ekki þurfa að rökstyðja málið með svo ítarlegum hætti eftir alla umfjöllunina.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 11:25
Málið er að þessu er ekki lokið og verður ekki lokið á þennan hátt. Stjórnin hafði Aðeins umboð til þess að semja á þeim nótum sem Alþingi samþykkti.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.10.2009 kl. 12:00
Málið mun fara aftur fyrir Alþingi og þar mun meirihluti atkvæða ráða eins og ávalt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 13:49
Það er ekki mikil reisn yfir þeim Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vesalingum sem standa á hliðarlínunni og kasta skít í allt það sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hefur þurft að standa í nótt sem dag, til þess að grynnka á þeim flór sem er að drekkja þjóðinni. Þökk sé þessum ábyrgðalausu landráðflokkum
hilmar jónsson, 18.10.2009 kl. 13:52
Afrakstur þess skítkasts kom líka fram í könnun um traust á stjórnmálamönnum nú í vikunni. Það eru ekki málefni sem snúa að almenningi sem halda vöku fyrir stjórnarandstöðunni, heldur sú staðreynd að með hverjum deginum sem líður minnka líkurnar á að valdaklíkur þeirra lifi af. Nú er sífellt verið að banka fastar á dyr hjá flokksgæðingunum sem fóru á svig við lög og reglur. Fréttir af rannsókn sérstaks saksóknara verða sífellt svæsnari eins og ríkjandi markaðsmisnotkun hjá Kaupþingi og innherjaviðskipti hjá Baldri Guðlaugssyni. Hinir ósnertanlegu eru komnir undir smásjána hjá Ólafi Þór.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 14:16
Með því að fella ekki samninginn á Alþingi í sumar var hann settur í nýjan farveg og endalaust má deila um hvaða betri niðurstaða en þessi hefði verið fáanleg. Ég er farinn að hallast að því að nú sé búið að eyða of miklum tíma í þennan samning til að fella hann.
Árni Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 19:32
Sæll Árni, það væri ekkert vit í að taka annann kúrs í að þrasa um þetta mál.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.