10.10.2009 | 01:26
Ljótu spilin á borðinu - arfur frá Íhaldi og Framsókn
Forsætisráðherra hefur nú lagt spilin á borðið, að vísu ljót spil, en þau voru gefin af fyrri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin sat í þeirri ríkisstjórn og er nú ásamt VG að halda áfram því verki sem lagt var upp með af hinni fyrri, að semja um ICESAVE og vinna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til viðbótar var stigið það gæfuspor að sækja um aðild að ESB til að stíga skrefið um samvinnu við Evrópulöndin til fulls. UM EES og Shengen var samið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessum staðreyndum er hér haldið til haga svo minnislitlir geti rifjað þær upp og áttað sig á samhenginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það væri best fyrir Ísland ef að AGS myndi hverfa héðan af landinu. Það hefur sýnt sig að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn gerir ekkert annað en að rústa heilu hagkerfunum. Það er bara þannig. Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru eitthvað lok, lok og læs. Held ég. Eigðu gott kvöld Hólmfríður mín og bestu óskir um að morgun dagurinn verði þér góður.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 20:07
Þarna er á ferðinni mikill misskilningur sem þú ert sko ekki einn um. Við rústuðum hagkerfinu sjálf og Alþjóðagjaldeirissjóðurinn er að veita okkur aðstoð til að koma því aftur á fót. Það má líkja þessu við alvarlegan sjúkdóm, segjum krabbamein = rústað hagkerfi. Meinið er til staðar og hægt að lækna það með ákveðinni meðferð, en meðferðin = aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Meðan á meðferð stendur getur sjúklinginn orðið veikari um tíma, en svo eftir tiltekinn tíma fer heilsan að lagast að nýju og einstaklingurinn nær heilsu á ný.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.10.2009 kl. 21:53
Er ekki svo að flestir verða veikari af því að leita til læknis?
Mér líst vel á lánalínuhugmyndir sem eru á borðinu. Þær eru að vísu dýrari, en mun sveigjanlegri. Ég hef nýtt með þá tegund fjármögnunar margoft og þær reynast vel sé gott plan að baki.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 12.10.2009 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.