Einangrunarhyggjan vonandi tímabundin flensa

Ég vænti þess að sú einangrunarhyggja sem nú er ríkjandi í samfélaginu undir merkjum sjálfstæðis þjóðarinnar, gangi yfir og ég tel að hún muni gera það þegar skriður kemst á uppbygginguna.

Nú er hluti þjóðarinnar á slíku afneitunarstigi að rök bíta ekki með nokkru móti. Stjórnarandstaðan spilar á þetta af mikill leikni og eru örugglega með sérfæðinga í áróðri sér að baki. Það eru til peningar til að borga fyrir slíka þjónustu, þegar harðvítug valdabarátta er í gangi.

Við sem erum í hinu liðinu verðum að vera dugleg að skrifa um málin frá öllum hliðum og halda uppi málefnalegri umræðu eins og kostur er. Skítkast skulum við varast eins og heitan eldinn. Það er einungis vatn á myllu andstæðinganna. Við erum stödd á miklum tímamótum og nú megum undir engum kringumstæðum gefa eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvað meinarðu með "einangrunarhyggja"?

Vésteinn Valgarðsson, 11.10.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er að hafna aðstoð erlendis frá,þar á meðal frá AGF, hafna því að klára ICESAVE og hafna því að ganga til liðs við ESB. Það allt saman þýðir að mínu áliti að við mundum einangrast mjög þar sem við hefðum ekki aðgang að erlendum lánalínum. Krónan mundi falla enn frekar og gera það að verkum að við mundum eiga verulega erfitt með innkaup á vörum til landsins. Verðbólga færi á fullt skrið og... er þatta ekki nóg eða villtu frekari skýringar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég skil þig og tel að þetta sé allt saman á misskilningi byggt, hvert einasta atriði. Minnir mest á hræðsluáróður.

Vésteinn Valgarðsson, 12.10.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við erum greinilega ekki með sama sjónarhólinn og þá verður það svo að vera. Ég verð áfram á mínum og bíð þig svo velkominn þegar þar að kemur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.10.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þegar þar að kemur að ég samþykki að íslenska þjóðin sé gerð ábyrg fyrir fjármálasukki og spilafíkn? Þegar ég samþykki að glæpasamtökin AGS kurli niður innviði samfélagsins með tilheyrandi mannlegum þjáningum? Þegar ég samþykki að auðlindir og hagkerfi landsins verði seld í hendurnar á spekúlöntum sem gefa skít í okkur? Það, Hólmfríður, skal aldrei verða.

Vésteinn Valgarðsson, 12.10.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó að þú samþykkir þetta ekki, tel ég meiri líkur en minni á að þetta ferli gangi eftir, við reisum samfélagið við með AGS sem bakland. Afgreiðum ICESAVE og göngum í ESB.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.10.2009 kl. 11:19

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Með AGS sem bakland reisir maður ekki við neitt norrænt velferðarkerfi. AGS er engin góðgerðastofnun heldur harðsvíruð hagsmunagæslustofnun.

Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2009 kl. 19:15

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

AGS er lánastofnun eins og ég skil málið sem setur þjóðum ákveðnar vinnureglur svo lánveitingar beri árangur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.10.2009 kl. 23:23

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þessar vinnureglur snúast um að minnka útgjöld ríkisins, að selja eignir ríkisins, að fella niður tolla og að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu. Þetta þýðir að erlendir auðmenn kaupa upp hagkerfið og Íslendingar verða leiguliðar í eigin landi, stórskuldugir, án norræns velferðarkerfis og án sjálfsforræðis í efnahagsmálum. Og það sem verst er, þá virka þessar aðferðir ekki einu sinni.

Vésteinn Valgarðsson, 14.10.2009 kl. 13:03

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég sé tvennt sem vinnst með áætlun AGS og það er í fyrstalagi að koma okkur á réttan kjöla að nýju og að flýta fyrir upptöku evrunar eftir inngöngu í ESB. Hvoru tveggja mjög brýn mál fyrir íslenska þjóð til framtíðar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 14:22

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

AGS mun ekki koma okkur á "réttan kjöl" nema "við" séum alþjóðlega fjármálaauðvaldið. Evran er ekki í augsýn, Ísland er óravegu frá því að uppfylla skilyrði fyrir upptöku hennar og það mun ekki gera það næstu árin.

Vésteinn Valgarðsson, 18.10.2009 kl. 19:09

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki meiri svartsýni, hún er okkur öllum skaðleg.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 22:24

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég er ekki svartsýnn, ég er raunsær.

Vésteinn Valgarðsson, 19.10.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband