9.10.2009 | 22:58
Hægri menn í vörn víðar en á Íslandi!
Fréttamaður CNN hæðist að Nóbelsverðlaunum til Obama. Alkunn smjörklípuaðferð sem við hér á Íslandi þekkjum. Hægri menn finna að vindar blása þeim í mót og reyna þá að bera sig vel. Harka þeirra er grimm og mun trúlega aukast frekar en hitt. Þetta er fólk sem ekki er enn komið út út frumskóginum, hvað varðar hugarfar.
Þeir grimmustu og sterkustu sópa til sín völdum og fé á kostnað fjöldans. Þetta er af þeim hinum sömu talið eðlilegt og á helst að vera án eftirlits og takmarkana. Velferð er eitur í þeirra beinum og fátækir skulu vera svo bláfátækir að þeir geti með naumindum dregið fram lífið. Karlkynið á að drottna og konur að vera háðar körlum og hlýða. Ó, hve skammt er mannkynið komið á þroskabrautinni.
Jafnrétti til lífsgæða meðal allra manna á þessari jörð er háleitt markmið og að því marki á mannkynið að stefna. Það eru sem betur fer margir aðilar sem vinna sleitulaust að því marki. Og áfram mjakast mannkynið í átt að markmiðinu sem áður var lýst. Verum bjartsýn og þökkum fyrir leiðtoga eins og Obama. Af þeim er aldrei nóg.
CNN hæðist að Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil ekki hvað þú átt við!
Vinstri stjórnin þarf enga hjálp frá okkur hægri mönnum að halda til að slátra sér, því hér er um algjöra
Kamikaze
flugmenn að ræða!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.10.2009 kl. 23:13
Eða öllu heldur villt eða þykist ekki skilja. Jafnrétti til lífsgæða eru stefna Jafnaðarmanna um allan heim. Hægri menn telja það eðlilegt að misskipta lífsgæðum. Ganga reyndar mislangt eftir því hvar er í heiminum. Bandaríkjamenn ganga það nokkuð langt og finnst allt í lagi. Hvergi í minni færslu var talað um ríkisstjórn í neinu landi. Ef þú átt við ríkisstjórnina hér, þá er hún búin að standa sig gríðarlega vel í þeirri orrahríð sem yfir þetta land gengur og mun gera það áfram. Forsætisráðherra hefur lagt spilin á borðið, að vísu ljót spil, en þau voru gefin af fyrri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin sat í þeirri ríkisstjórn og er nú ásamt VG að halda áfram því verki sem lagt var upp með af hinni fyrri, að semja um ICESAVE og vinna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til viðbótar var stigið það gæfuspor að sækja um aðild að ESB til að stíga skrefið um samvinnu við Evrópulöndin til fulls. UM EES og Shengen var samið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks. Mér finnst þessi ábending um flugumenn ekki samfærandi þar sem ríkisstjórnin er að klára verk sem ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðisflokks byrjaði á og var búin að samþykkja í sinni stjórnartíð.
Mér finnst áhugavert að ræða stjórnmál með rökum, en er léleg í sleggjukasti.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.10.2009 kl. 01:19
Jafnaðarstefna getur aldrei gengið upp. Einfaldlega vegna þess að þeir sem eru ofar í kúrvunni og hafa getu til að afla meira, munu aldrei geta sætt sig við að vera stöðugt að toga upp hina sem eru lægra í kúrvunni og annað hvort geta ekki eða nenna ekki aflað meira.
Sigurjón, 10.10.2009 kl. 03:00
Hefur það verið sannað Sigurjón. Kapitalistinn hefur beðið skipbrot og komúnisminn líka. Er þá ekki næsta vers að taka upp leið þar sem jafnavægis er leitað og stjónvöld í hverju landi leiti allra leiða til að kjör fólks séu sem jöfnunst. Norðurlöndin (önnur en Ísland) eru gott dæmu um stjórnarfar jafnaðarmanna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.10.2009 kl. 10:44
Hvernig í ósköpunum má það vera að vinna verkfræðingsins ætti að vera lögð að jöfnu við vinnu ræstingafólksins? Dettur þér í hug að menn nenni að mennta sig og vinna baki brotnu bara til þess að þurfa að borga í hítina svo hinir sem vinna minna og ,,ómerkilegri" störf fái svipuð laun? Auk þess lýsir það stórkostlegum misskilningi að ætla að jafnaðarstefnan sé einhver balans á kapítalisma og kommúnisma. Það er ekki svo. Jafnaðarstefnan er náskyld kommúnismanum. Athugaðu þetta.
Sigurjón, 10.10.2009 kl. 14:12
Þarna er þú að leggja mér orð í munn Sigurjón. Ég hef hvergi talað um einhverja flata launatölu fyrir alla. Hef unnið við verkalýðsmál í tæpa tvö áratugi og hef fullan skilning á ákveðnum launamun. Það er himinn og haf milli ákveðins launamunar annars og þeirra ofurlaunavitleysu sem hér komst á með allskyns bónusum og öðrum himinn húm kaupaukum. Hægt er auk þess að gera menntun ódýrari með ýmsum hætta fyrir nemendur. Jöfnuður er stefna þar sem LEITAST ER VIÐ að jafna kjör íbúa lands/heimshluta með almennum aðgerðum og þetta veist þú mæta vel. Þarna er verið að tala um blandað hagkerfi í opnu samfélagi, samanber Norðurlöndin.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.10.2009 kl. 18:20
Dæmigert fyrir samfylkingarfólk að reyna að draga úr stefnu eigin flokks.
Bónusar og ofurlaun hafa ekkert með kapítalisma að gera eða nokkuð annað stjórnmálamódel. Þú segir að gera megi menntun ódýrari með ýmsum hætti án þess að nefna nein dæmi um það (annað dæmi um málflutning sem er í ætt við samfylkinguna). Þar sem LEITAST ER VIÐ að jafna kjör, er ávallt seilst ofan í vasa þeirra sem vinna meira og afla meira til að troða ofan í vasa þeirra sem vinna minna og afla minna. Það gengur aldrei upp til lengdar. Sænska módelið leið undir lok með síðustu kosningum þar sem Svíar áttuðu sig á þessu og þetta breiðir úr sér um hin norðurlöndin.
Hafðu þetta!
Sigurjón, 11.10.2009 kl. 04:33
Bónusar og ofurlaun hafa ekkert með kapítalisma að gera... segir þú Sigurjón, er það tilvijun að ofurlaun eru mikið tíðkuð í Bandaíkjunum og þar er jú kapítalinsmi mjög ríkjandi. Það er lika með skattkerfinu sem kjör eru jöfnuð og ekkert við það að athuga að mínu áliti. Smfylkingin hefur ekkert að fela gagnvart sínum stefnumálum. Þú værir sennilega ekki svona reiður væni minn ef þú værir inn á línu jafnaðarmanna. Okkur líður nefnilega vel og hafðu það.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2009 kl. 14:12
Ég mun aldrei, aldrei, aldrei vera á línu jafnaðarmanna, vegna þess að almenn skynsemi og reynzla segir mér annað...
Sigurjón, 11.10.2009 kl. 16:05
Verði þér að góðu væni minn.
Mín reynsla og almenn skynsemi segja mér að jöfnun lífskjara er særsta mannréttindamál samtímanns um allan heim. Og það eru milljónir manna um allan heima sama sinnis, þar á meðal handhafi Friðarverðlauna Nóbels, Barack Obama forseti Bandaríkjanna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2009 kl. 16:17
Gott og vel.
Ef allir hefðu jöfn lífskjör í öllum heiminum, þá værum við mun lægra sett hér á landi heldur en við erum í dag og finnst mörgum nóg um. Þú t.d. ættir ekki ferðaþjónustu og hefðir aðgang að interneti allan sólarhringinn, eða þá heldur rafmagni. Værirðu tilbúin að fórna því svo einhverjir aðrir mættu nota það líka þegar þú ert ekki að því? Mig grunar ekki.
Jafnaðarstefna er eitthvað sem fólk áttar sig á að það vill ekki þegar það sér hvað hún leiðir af sér. Það vilja nefnilega fáir gefa lífsgæðin upp á bátinn. Þetta er svona ,,pilsfaldajafnaðarstefna"...
Sigurjón, 11.10.2009 kl. 23:14
...og að B.O. hafi fengið friðarverðlaun Nóbels er stærzti brandari ársins...
Sigurjón, 11.10.2009 kl. 23:15
Þú reynir aðvitað að skilja minn málfluttning á þinn "mjög svo jákvæða hátt". Jöfnum lífskjara er í mínum huga langtímamarkmið og er ekki sett fram með þeim formerkjum að færa til baka. Við sem búum í þeim heimshluta þar sem margkyns tækni hefur þróast, munum miðla þeirri þekkingu til hinna svo þeirra lífskjör batni með hverju árinu. Aðstoð við að byggja upp mentun er stórt skref til bættra lífskjara, bætt heilsugæsla sömuleiðis.
Ég er mjög ánægð með verðlaunin til Obama og verðlaunahafann sjálfann. Hugsun kvenna er sem betur fer að koma sterkari inn í stjórnun í heiminum. Við konur munum bæta heiminn og höfum ætíð gert.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.10.2009 kl. 09:32
Jæja, nú læt ég staðar numið, því sá vægir sem vitið hefur meira...
Sigurjón, 12.10.2009 kl. 21:17
Bíddu, ekki var ég að biðjast vægðar enda ekki tilefni til.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2009 kl. 00:46
Nei, enda vægir sá sem vitið hefur meira, vegna þess að hinn hefur ekki vit til að biðjast vægðar...
Sigurjón, 22.10.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.