Jóhanna sendir sterk skilaboð!!

Að mínu mati er það mjög sterkur leikur hjá Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra að birta greinagerðir fá Seðlabankanum og Efnahags og viðskiptaráðuneytinu í fjölmiðlum. Þarna koma fram sömu staðreyndir og hefur verið haldið fram mánuðum saman. Nú er samt ekki hægt að segja að þetta séu einhver þingmannaálit eða skoðanir ótraustra aðila úti í bæ. Þarna er álit þeirra aðila sem hafa mesta þekkingu á efnahagsmálum þjóðarinnar. Það sem stjórnarandstöðunni gremst er að þeirra hæpna málflutningi sé svarað fullum hálsi og fullyrðingar um ógerlega hluti hraktar með afgerandi hætti. Ég vænti þess eindregið fyrir hönd okkar allra að nú verði ICESAVE málið klárað hið snarasta. Nægur er skaðinn orðinn nú þegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband