8.10.2009 | 11:48
Draumar okkar og blákaldur veruleikinn.
Öll eigum við okkur drauma og væntingar sem er hið besta mál. Ég á mér þann draum að heimsbyggðin geti öll lifað saman í sátt og samlyndi, viðskipti með vörur milli landa gangi óhindrað, menntun, menning, íþróttir, ferðalög og svo margt margt annað verði aðgengilegt öllum. Lokuð landamæri heyri sögunni til og svona mætti lengi telja.
Til að þessi draumur minn verði að veruleika, þarf að vinna markvisst að framgangi hans. Fyrstu skrefin er þá stigin í nánasta umhverfi og unnið að því að fá fólk í nærumhverfinu til að vinna saman og standa saman. Þó skrefin hefi ekki öll verið stór á heimsvísu, þá hef ég unnið að sameiningu stéttarfélaga í minni heimabyggð frá 1994. Stórt skref var stigið 1998 þegar 4 félög sameinuðust og lokaáfanga í upphaflegu markmiði verður náð 31. okt. nk. þegar fimmta félagið sameinast því sem til varð 1998. Ég hef löngu samfærst um að þessi vinna mín hefur skilað margvíslegum árangri fyrir launþega hér á svæðinu.
Með sömu rökum er ég samfærð um að mun stærri sveitarfélög eru hagkvæmur kostur fyrir okkur öll og er afar ánægð með mitt sveitarfélag sem varð til úr öllum hreppum í Vestur Húnavatnssýslu 1998. Eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra væri að mínu mati, ákjósanlegt næsta skref.
Og með nákvæmlega sömu rökum er ég samfærð um að við sem þjóð eigum að auka samvinnu og samstarf við þjóðir í okkar heimshluta og á þeim forsendum hef ég um árabil verið fylgjandi inngöngu í ESB. Þar sem það er viðurkennt af fjölmörgum sérfræðingum hérlendis og erlendis að lántaka okkar Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sé skásti kosturinn af nokkrum slæmum, já jafnvel eini kosturinn í stöðunni, þá er ég fylgjandi því að við störfum áfram með sjóðnum. Varðandi ICESAVE, þá tel ég að búið sé að gera þvílíkan óskapnað úr því máli að þjóðin sé að mörgu leiti hætt að sjá skóginn fyrir trjánum.
Óskhyggjustjórnmál má mín vegna kalla draumórastjórnmál og það er sennilega enn réttara orð yfir þá óra sem fólk er komið með þegar leitað er í örvæntingu að útgönguleið úr því öngstræti sem við sem þjóð erum komin í. Ég tel að löngu sé tímabært að fólk vakni af draumórum sem orðið hafa til í reiði og uppgjöf og horfi með köldu og raunsæju mati á stöðuna. Þá fyrst er hægt að tala saman og ræða málin, koma sér saman um leiðir sem auðvelda okkur næstu árin. Samstaða er ætíð betri en sundrung og nú verðum við að standa saman og vinna, en hætta að æpa öskureið á torgum eftir athygli sem oftast er skammvinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það verði nú seint þannig að heimsbyggðin lifi öll í sátt og samlyndi. En maður má nú láta sig dreyma. Það er bara fínt.
Eigðu gott kvöld vinur og bestu kveðjur.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 19:53
Góður pistill, ég held að hrepparígur og tortryggni meðal fólks hafi valdið okkur miklum sárindum.
Hvort því stærri sameiningar því betra sé rétt efast ég þó stórlega um. En það er önnur saga.
Jón Halldór Guðmundsson, 9.10.2009 kl. 08:40
Þarna er ég að tala um markmið til framtíðar og ég tel alveg raunhæft að tala um sameiningu sveitarfélanna á Norðurlandi vestra innan fárra ára.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.