4.10.2009 | 01:11
Kæfisvefn er dauðans alvara.
Nú eru komnar 3 vikur frá því ég fékk loftdæluna sem heldur öndunarvegi mínum opnum meðan ég sef. Ég er strax farin að finna mun og mér finnst orðið gott að hafa þessa aðstoð. Fór í rannsókn nú í vikunni á LSP. Þar var ég spurð um tækið og hvernig mér þætti.
Ég sagði að mér líkaði vel og væri mjög sátt. Hjúkrunarfræðingurinn sem ræddi við mig, sagði það alltof algengt að fólk sem fengi þessa aðstoð, væri ekki nægilega duglegt að nýta sér hana og gæfist upp. Þetta er auðvitað hjálp án lyfja og ætti því að vera eftirsókn að því að nýta þannig leið til bættrar heilsu.
Kæfisvefninn er mun alvarlegri kvilli en margur gerir sér grein fyrir og skerðir lífsgæði þeirra sem hafa hann. Mér finnst það sjálfri skelfileg tilhugsun að hafa árum saman barist við það í svefni að ná andanum. Að sofa með grímu á andlitinu sem sér til þess að ég anda reglulega og sef djúpt og vel, eru forréttindi sem ég við ekki vera án. Ég hvílist og líkami minn nærist um leið og súrefnisflæði til vöðva og líffæra er jafnt og stöðugt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.