28.9.2009 | 20:55
Ráðning Davíðs vekur furðu erlendis
Umfjöllum Daily Telegraph um ráðningu Davíð Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins. Þar er vitnað í að DO sé á lista Time yfir 25 einstaklinga sem beri mesta ábyrgð á fjármálahruninu. Það er ekki furða þó Bretum þyki undarlegt að Davíð fái tækifæri til að ritstýra öðru stóra dagblaðinu á Íslandi. Það er reyndar afar undarlegur gjörningur að sámaður sem mesta ábyrgð ber hér á landi, skuli nú fá tækifæri til að halda uppi skrifum til að fegra fortíðina og gefa fólki áróðurkenndar upplýsingar um ágæti þeirrar stefnu sem setti þjóðfélagið okkar á hliðina. Íhaldinu þætti þetta ekki góð latína hjá Rússum sem það er ekki. En nú skal verja "réttu" peningamennina fyrir uppgjöri Jafnaðarmanna sem er hafið og þá er sko í lagi að gera fleira en gott þykir.
Ráðning Davíðs vekur athygli ytra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýr ritstjóri tekin við, byrjaður með strokleðrið, fréttin hvarf af forsíðunni eftir nokkrar mínútur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2009 kl. 21:48
Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Það að Davíð Oddsson sé orðin ristjóri Morgunblaðsins. Þetta er ömurlegt. Hann virðist vera komin inn í lífið aftur hér á Íslnadi.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.