20.9.2009 | 23:00
Meira um Lífeyrissjóðina
Auðvitað er rétt að ræða þessi mál Lífeyrissjóðanna vel ofan í kjölinn. Það er að mínu áliti mjög brýnt að fara vel yfir fjárfestingastefnu þeirra og einnig hvernig stjórnir þeirra og starfsmenn hafa framfylgt henni. Mistök í þeim efnum þurfa ekki endilega að tengjast atvinnurekendum frekar en fulltrúum Verkalýðshreyfingarinnar. Svo er stór spurning hve upplýsingar um fjárfestingar sjóðanna eiga að vera opnar eða lokaðar, eftir því hvernig við lítum á málið. Fjárfestingar í uppbyggingu atvinnulífsins hér eru ekki varhugaverðari en aðrar og með bættu eftirliti með fjármálakerfinu hér tel ég það nokkuð öruggt. Auðvitað verða slíkar fjárfestingar að vera innan þeirra marka sem stefna sjóðanna heimilar. Svo er eitt sjónarmið og það er að meiri atvinna þýðir meira innstreymi í sjóðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.