18.9.2009 | 14:24
Klofningur milli þingmanna og kjósenda/baklandsins.
Vandræðagangurinn hjá Borgarhreyfingunni er orðinn slíkur að það líkist helst frasa þar sem hver misskilningurinn rekur annan og allt er á barmi glundroðans. Ég hafði ekki mikla trú á þessari aðferð til að auka lýðræðið i landinu, það er að segja að bjóða fram til Alþingis.
Fyrst Borgarhreyfingin er nú að því er virðist, formlega "laus við" alla sína 4 þingmenn, skora ég á forsvarsmenn hennar að lýsa því yfir að hún muni starfa sem þverpólitísk samtök, án þessa að bjóða fram til þings, sem munu beita sér fyrir auknu lýðræði á Íslandi með öllum ráðum. Má þar nefna að efna til stjórnlagaþings þar sem Stjórnarskráin Íslands frá 1874 verði endurskoðuð, kosningalögum verði breytt og öðrum þeim breytingum í okkar samfélagi sem auka munu lýðræðið.
Klofningur í Borgarahreyfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.