Átta lífseigar flökkusögur !!!!!!!!!!!!!

Var að lesa frábæra færslu á bloggsíðu Vilhjálms Þorsteinssonar sjá hér, þar sem hann hrekur átta rangfærslur sem gengið hafa í þjóðfélaginu undanfarna mánuði. Það er gott til þess að vita að til sé fólk með báða fætur á jörðinni, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu og gefur sér tíma til að miðla þeirri þekkingu til okkar hinna sem erum ekki eins vel upplýst. Það koma að sjálfsögðu fram margar athugasemdir við færslu VÞ. Eru þær mis málefnalegar eins og gengur. Niðurstaða mín er sú að færsla VÞ standi þó eftir að mestu óhögguð, en fyrst og fremst sé um að ræða skoðana- og túlkunarmun á einstökum atriðum. Ég hef ekki gleypt þessar flökkusögur nema að mjög litlu leiti, en það hafa samt margir gert. Ég vil þakka VÞ fyrir þessar greinagóðu upplýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært. Takk fyrir að benda okkur á þetta.

Eigðu gott kvöld.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Sæl Hólmfríður.

Það eru margar flökkusögur í gangi og ekki fækkaði þeim eftir hrun. Ein þeirra er sú að Steingrímur J. ætli sér að gera breytingar á kvótakerfinu. Önnur er sú að Hannes Hólmsteinn ætli sér að hætta að beita sér fyrir því að hörmungar dynji yfir þjóðina. Báðar eru því miður kolrangar.

Þórður Már Jónsson, 15.9.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband