11.9.2009 | 12:39
Hvað veist þú um kæfisvefn?
Ef ég hefði átt að svara þessari spurningu fyrir 3 vikum hefði ég svarað henni á þá leið að það væri eitthvað sem truflaði öndun í svefni.
Þetta svar er rétt svo langt sem það nær, en hvað ef ég hefði verið spurð um það hvort ég teldi að ég væri með hann. Svarið hefði verið eitthvað á þessa leið. "Það tel ég af og frá og mér finnst það frekar ótrúlegt"
Niðurstaðan varð samt sú að ég er með kæfisvefn á háu stigi, 50 öndunarstopp á klukkustund. Ég hef leitað lækna vegna afleiðinga kæfisvefnsins og fengið nokkra bót. Þar á ég við vélindabakflæði og fleira.
Nú er ég búin að nota hjálpartækið í 3 nætur og er strax farin að finna smá mun á líðan minni. Nú hugsar auðvitað einhver að ég sé alveg uppnumin yfir þessari nýju græju. Meira í næst færslu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.