Hið nafnlausa níð!

Netheimar eru bæði góðir og slæmir. Að halda fram hverskyns fullyrðingum um málefni hefur ekki vafist fyrir mörgum bloggaranum eða notendum Facbooksíðunnar.

Auðvitað er það bæði siðlaust og ljótt. Að ljúga uppá fólk og skemma þannig mannorð, fjarhagstraust og fjölskyldutengsl er svo ljótt og verulega saknæmt. Nú þekki ég ekki innviði tölvuheimsins það vel að ég viti hvort hægt sé að rekja slík skrif svo óyggjandi sé.

Hvort sem það er hægt eða ekki, er það skylda hvers og eins að gæta heiðarleika gagnvart öðru fólki. Að skrifa ekki undir eigni nafni er fyrsta og fremst til minnkunar fyrir þann sem það gerir.

Það er frábært að fólk eins og Björgvin G Sigurðsson stigi fram og greini frá því hvernig komið hefur verið fram í skjóli nafnleyndar og beri af sér slíkar sögur.

Það er óskandi að hægt sé að ná til þeirra sem stunda nafnlausan áróður og níð á netinu svo viðkomandi geti tekið afleiðingum gjörða sinna.


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara ömurlegt. Þegar að bloggarar og aðrir ráðast að æru manns með róg og yfir gangi. Þetta er bara ömurlegt.

Björgvin er fínn maður og það er ömurlegt bara þegar að fólk ræðst að persónu eins manns með ógeðs tilburðum og viðbjóði. Þetta er ömurlegt.

Mér finnst að það eigi að banna nafnlausar færslur á netinu. Það finnst mér.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:00

2 identicon

Valgeir minn... þú getur flutt til Kína, þar færðu þessa ósk þína uppfyllta.

Annars skuluð þið fylgjast með hvernig helstu spilarar í hruninu eru að tala um þessi mál og að koma böndum á málfrelsið.

Ég minni líka á þegar uppl var lekið um kaupþing... viljið þið ekki banna það líka.

Hugsa og skrifa svo, afar mikilvægt

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Hólmfríður.

Ég ætla ekki að taka undir orð hjá þeim sem bera fólki rangar sakir.

Hinsvegar er það alvarlegur hlutur og vítavert að reyna að eyðileggja mannorð manns og bera um hann rangar sakir. Þá á MBL  að stöðva slíkar bloggsíður strax í fæðingu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.9.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er mín skoðun að málfrelsi muni ekki skerðast þó nafnleysi verði settar skorður. Við búum í lýðræðisríki og við getum öll skrifað undir nafni og það er hægt að tala um hvað sem er án þess að beyta ruddskap og níði. Það er sitthvað að rita ósannindi um fólk og að stuðla að því að upplýsa um mál sem varða almannaheill.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.9.2009 kl. 01:55

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

DoctorE Síðunni þinni hefur verið lokað enda ritar þú ekki undir nafni

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.9.2009 kl. 01:59

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.9.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband