25.8.2009 | 16:36
Enn þráast Framsókn.
Það er með ólíkindum að Framsókn skuli enn þráast við og sé ekki tilbúin að styðja álit meirihlutans í Fjárlaganefnd. Þetta er að verða nokkuð kátbroslegt tafl sem þeir stunda. Halda þeir virkilega að fólk muni í næstu kosningar til Alþingis eftir 4 ár, taka mið af ströggli þeirra nú.
Icesave afgreitt úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja tu getur rett ímyndað þér hvernig þetta vonda mál liti út án framsóknar.
Mál sem aldrey á að samþykkja.
Óskar (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:41
Ég hef nú aldrei verið kallaður Framsóknarmaður, en ég sé að Framsókn er eini flokkurinn sem stendur með þjóðinni í þessu máli og fleiri málum þessa dagana. Það er sorglegt að horfa uppá Samfylkinguna þráast við, með ESB gegn íslensku þjóðinni. Ef Samfylkingin vill ekki verða að örflokk við næstu kosningar ætti fylkingin að fara að snúa sér að því sem þjóðin hefur beðið eftir, þ.e. að bjarga heimilum og fyrirtækjum landsins.
Tómas Ibsen Halldórsson, 25.8.2009 kl. 16:56
Ég er ekki heldur Framsóknarmaður. En hinsvegar er ég sammála þeim að það verður að fella þennan samning um ríkiábyrgð á Icesave-reikningum Landsbanka Íslands og semja upp á nýtt. Þeir fyrirvarar sem verið er að setja inn í samninginn munu ALDREI halda. Enda vilja bæði Bretar og Hollendingar ekkert segja um fyrirvarana fyrr en Alþingi er búið að samþykkja ríkisábyrgðina. Þegar Alþingi hefur samþykkt þetta þá neita þessar þjóðir að samþykkja fyrirvaranna og þá stendur eftir hinn upprunalegi samningur óbreyttur og með ríkisábyrgð.
Jakob Falur Kristinsson, 25.8.2009 kl. 17:04
Mér finnst alveg hrykalegt að þetta skuli hafa verið afgreitt svona fljótt úr nefnd. Ég meina. Þetta er svo stórt mál. Þjóðin er komin í mjög mikil vandræði vegna Icesave. Þetta eru svo háar upphæðir og við verðum endalaust að borga af þessu.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 20:45
Æ frú Hólmfríður, það er gott að einhver getur brosað yfir einhverju þessa dagana. Ég og margir aðrir lítum hinsvegar á Icesave sem afsal á fullveldi eða því sem næst.
Greinillegt er að Samfylkingin og Vinstri grænir treysta á að kjósendur verði búnir að gleyma þessu máli við næstu kosningar. EN fólk getur bara rétt ímyndað sér hverslags dómadags endaleysu við værum komin í ef ekki kæmi til einmitt einbeitt og málefnaleg andstaða Framsóknarmanna við Icesave-samninginn.
Sigurður Jón Hreinsson, 25.8.2009 kl. 22:14
Já það eru margir gríðarlega hræddir við þennan samning og það er líka búið að fara með svo miklar og stórar fullyrðingar um þetta mál að það er ekki skrítið. Ég er sjáf ekki í þeim hópi og ætla bara að ver utan hans áfram. Mér líður vel og er ekki að eyða mínum tíma í að mála svart á alla veggi. Það hefur aldrei bætt neitt og mun ekki gera það nú nema síður sé.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.8.2009 kl. 00:31
Sumir eru þeirrar skoðunar að stríð séu af hinu góða. Þau haldi niðri mannfjölda á jörðinni og eru efnahagslega jákvæð. Því fólki líður sjálfsagt betur með þessa skoðun sína, heldur en þeim sem mála allt svart og velta sér yfir örlögum fólks, þjáningum og dauða.
Sama á við um Icesave. Það er betra að vita fyrirfram hvað samningurinn þýðir heldur en eftirá.
Sigurður Jón Hreinsson, 26.8.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.