Rauða málningin

Mér þykir rautt fallegur litur og klæðist gjarnan rauðum fötum. Rautt er líka mjög fallegt á húsum og bílum. Það er samt val hvers og eins að velja liti á eigur sínar. Mér þykja þau skemmdarverk sem unnin hafa verið á eignum fólks,  með því að sletta á þau málningu, í hæsta máta afskaplega barnaleg.

Þau breyta nákvæmlega engu um framgang réttvísinnar, gagnvart því fólki sem liggur undir grun um að hafa haft rangt við í viðskiptum með fjármuni í aðdraganda hrunsins. Þessar barnalegu málningarslettur valda því ef til vill að fólk fer að hafa samúð með þeim einstaklingum sem fyrir þessu verða. Auk þess sem svona aðgerðir eru að sjálfsögðu ólöglegar. Ég vona svo sannarlega að "slettuhópurinn" náist og til að taka afleiðingum gjörða sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmdarverk er ósköp dapur leikur, en er nokkur spurning hverjir mestu tjóni hafa valdið í þjóðfélaginu og skapað þá reiði sem veldur "rauðum lit". 

Ég vona svo sannarlega að þeir sem komu þjóðinni á hausinn náist, rauð málning er bara tittlingaskítur í samanburði við verk þeirra. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rauður litur er fallegur, en lítt aðlaðandi þegar hann er notaður til skemmdaverka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2009 kl. 18:16

3 identicon

Mér finnst bara ekkert skrýtið að þetta sé gert. Þ.e. málningu skvett á hús auðmanna og útrásarvíkinga. En mér finnst þetta samt skemmdarverk og þeir eiga að svara fyrir þetta sem það gerðu.

Eigðu gott kvöld.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 18:47

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Frænka

Burtséð frá litasmekk tel ég öllu alvarlegri gjörðir þessara manna sem fá ókeypis húsamálun. Ég set miklu frekar spurningamerki við úrræðaleysi stjórnvalda til að koma lögum yfir þessa glæpamenn sem eyðilöggðu orðspor og lífsviðurværi heillar þjóðar. Það hefur orðið slíkt siðrof í kjölfar bankahrunsins að mér finnst umburðarlyndi almennings gagnvart þessum aðilum í raun aðdáunarvert. 

kveðja

Frændi

Ragnar Þór Ingólfsson, 23.8.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir komentin. Ég er ekki að gera lítið úr þeim skaða sem útrásin olli nema síður sé. Mér finnst bara að það þjóni ekki neinum tilgangi að skeyta skapi sínu á dauðum hlutum þessara manna. Það færir ekki fé til þjóðarinnar og er bara kjánalegt. Rannsókn er hafin og hófst strax í haust þá bætt hafi verið í sem betur fer. Það eina sem nær yfir þetta eru lög landsins og dómstólar. Afbrot fólks í fjármálageiranum eru mikið og ekki er síðri sú mikla ábyrgð þeirra  sem ákváðu reningamálastefnuna sem tekin var upp 2001. Þartel ég Sjálfstæðisflokkinn bera mesta ábyrgð, þó Framsókn eigi líka sinn hlut að máli.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.8.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband