17.8.2009 | 16:05
Atgervisflótti
Það er vissulega ekki gott þegar margt fólk flytur úr landi eins og nú virðist raunin. Þetta er þó nokkuð sem við Íslendingar höfum upplifað oft áður og við mun verri skilyrði en núna. Síldarhrunið skapaði fólksflótta og svo má ekki gleyma Vesturförunum sem flúðu hungur og harðindi undir lok 19. aldar. Mér finnst raunar að of mikið sé gert úr þessu og búferlaflutningar nú á tímum eru orðnir mun algengari en áður var. Vinna gegnum netið er líka orðin staðreynd og ekkert sem kemur í veg fyrir að við njótum starfskrafta einhverra brottfluttra þegar aftur fer að birta til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólmfíður
Það sem er ólíkt nú er að við erum komin í skuldasúpu sem þjóðin hefur aldrei verið í áður. Þannig er æskilegt að skapa hér aðstæður þannig að við nýtum sem flesta til þess að taka þátt í uppbyggingunni. Við þurfum atvinnuuppbyggingu og nýsköpun eins og þið eruð sjálfsagt með hjá Sjólífi ehf, sem er stórmerkilegt framtak. Tækifæri væri t.d. skútusiglingar í Húnaflóa en aðstæður til þeirra er óvíða betri. Ef við erum með 8 % atvinnuleysi nú, væri hægt að ná því umtalsvert niður á tiltölulega skömmum tíma. Það gerist hins vegar ekki með því að telja þetta eðlilegt eða gott ástand. Við eigum ekki að sætta okkur við að þeir sem vilja vinna, fái ekki vinnu.
Sigurður Þorsteinsson, 17.8.2009 kl. 16:32
Ég held að við þurfum að viðurkenna, að Bretar og Hollendingar, hafa raunverulegt og réttmætt, "grievance" gagnvart okkur.
Á hinn bóginn, er ekki heldur skynsamlegt, að samþykkja óbreyttann samning.
Ég tek undir með ritstjóra Financial Times, að það þurfi að endurdreifa byrðunum, þannig að Ísland ráði við þær og einnig þannig, að ekki komi til landflótta og langvarandi kreppu.
Þannig, styð ég ekki þá afstöðu, að neita að taka tillit til hagsmuna Breta og Hollendinga. Á hinn bóginn, er heldur ekki sanngjarnt af þeim, að taka ekkert tillit til okkar hagsmuna.
Að mínum dómi, hefur uppgjafar stefna ríkisstjórnarinnar verið röng. Ég hef alltaf verið sannfærður um, að góð rök væru fyrir að endursemja, eða alla tíð síðan sömu vikunni og Icesave frumvarpið var kynnt á Alþingi.
Í greinargerð með því, kemur það fram, að skuldir ríkisins með Icesave inniföldu verði mest, 1,25 VLF, ótrúlegt en satt. Í sömu vikunni, byrtust óvænt upplýsingar um að skuldir ríkisins væru 2,5 VLF ef reikanað væri með Icesave, og fulltrúi AGS staðfesti þá tölu.
Þá þegar, hefði ríkisstjórnin átt, að draga frumvarpið til baka, og kynna Bretum og Hollendingum, að forsendubrestur hefði orðið. Enda er munurinn á 1,25 VLG og 2,5 VLF ekkert smáræði, setur alla útreikninga um greiðslugetu í háa loft.
Meira hefði ekki átt að þurfa, en þessa einföldu staðreynd. Síðan, hefði það hreinlega verið órökrétt af Hollendingum og Bretum, að neita að taka upp samingana.
Skiljanlega, hefði getað verið nokkur tortryggni, frá mótaðilunum og þá hefði sá einfaldi mótleikur verið fær, að mæta með allt bókhaldið og hreinlega endurskoða það, ásamt fulltrúum hinna landanna, þar til allir aðilar væru orðnir sáttir um hver raunveruleg staða væri. Slíkt er oft gert, þegar bankar eru að díla við fyrirtæki sem eru í skuldavandræðum.
Það, að ríkisstjórnin, lét sem ekkert væri, þrátt fyrir að allar forsendur væru hrundar, er að mínu mati það helsta sem réttlætir að tala um svik og undirlægjuhátt.
Ég hef með öðrum orðum, lengi verið þeirrar skoðunar nú, að endursemja eigi um Icesave,,,með það í forgrunni að þjóðin borgi einhverjar skaðabætur upp í tjónið, sem Bretar og Hollendingar urðu fyrir, en alls ekki krónu eða Evru meira, en hægt er að ráða við.
Síðan, á að endursemja um aðrar skuldir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 17:33
Er það furða að fólk sé að flýja land í stríðum straumum. Skuldir íslendinga eru margfaldar á við þjóðar framleiðslu okkar og það eitt og sér gerir það að verkum að fólksflótti verður.
En ég vona bara að þessi fólksflótti verði ekki mikill og að fólk verði hér á landinu í kreppunni miklu.!!!
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 19:41
Sæll Sigurður. Já vissulega eru aðstæður aðrar nú en á hinum tímabilunum sem ég nefndi. Erlendar skuldir eru miklar, en við höfum heldur aldrei verið eins vel í stakk búin til að takast á þannig vanda. Ég finn mikinn áhuga hér að svæðinu til að gera eitthvað nýtt og það er vel. Mér finnst leitt að fólk skulu eyða orku sinni í reiði og því um líkt. Það er mikil gerjun í nýsköpun á Íslandi og ekki skortir hugmyndirnar. Peningamálin eru samt mjög til trafala enn sem komið er og ekki að undra. Það tekur tíma fyrir fólk að ná áttum og finna traust. Ég tel að almenningur í landinu geti vel með litlum upphæðum í senn, gert stóra hluti í að fjarfesta í sprotafyrirtækjum sem hefðu rekstrargrundvöll. Þar á ég við að Jón og Gunna vilji leggja lið og séu tilbúin að leggja litla upphæð (segjum 50.000 krónur) í sprota fyrirtæki. Til að dreifa áhættunni gætu þau skipt upphæðinni milli 2 til 5 aðila eftir ástæðum. Þannig getur skapast hlutafjáreign í litlum fyrirtækjum ef nokkur hópur gerir það sama. Slík hlutafjárkaup eru gríðarleg hvatning til þess sem er að gera eitthvað nýtt og veitir bæði fjárhagslegan og móralskan stuðning.
Þakkir fyrir góð hvatningarorð til okkar hjá Sjólífi ehf og þetta með skútusiglingar á Húnaflóa er brilljant hugmynd.
Einar Björn. Það er alveg rétt að Íslenska ríkið þarf að semja um öll sín skuldaskil. Ég tel reyndar að niðurstaða fjárlaganefndar sé athyglisverð og geti markað tímamót hvað varðar samninga skuldsettra þjóða við sína lánadrottna. Nú er boltinn hjá Bretum og Hollendingum og fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við. Við höfum unnið vissan sigur með því að gera þessa fyrirvara sem ég tel líkur á að Alþingi samþykki. Við viðurkennum ábyrgð, en segjum um leið að við höldum okkar reisn og veljum sjálf okkar greiðslugetu.
Það sem gerir okkur sérstöðu er að við höfum á að skipa miklu af hámenntuðu fólki á sviði allir þeirra þátta sem lúta að svona samningagerð. Auk þess sem leitað hefur verið aðstoðar erlendis frá.
Valgeir Þakkir fyrir öll þín koment. Látum ekki þetta skuldatal trufla okkur of mikið. Það bætir ekki neitt. Þegar fólk hefur flutt til útlanda meira en vanalega, kemur yfirleitt hluti þess til baka eftir dálítinn tíma.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.8.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.