10.8.2009 | 17:03
Efasemdir um þörf á gjaldeyrisforða.
Eitt af nýjustu útspilum stjórnarandstöðunnar er að draga í efa þörf á verulegum gjaldeyrisforða. Þar fara fremstir í flokki hagfræðingar eins og Jón Daníelsson. Ekki er ég hagfræðingur og er ekki að leika slíkan, en ég spyr af minni takmörkuðu þekkingu. Af hverju kemur þetta upp á borðið núna, var ekki hægt að koma með þessa skilgreiningu miklu fyrr.
Það læðist að mér sá grunur að þetta sé eitt af örþrifaráðunum til að komast til valda. Stjórnarandstaðan er búin að reyna svo margt og nú eru ráðin að verða þrotin. Icesave málið að komast á loka stig, þó enn sé deilt um orðalag, búið að sækja um ESB og þá fer nú að fækka málunum sem hægt er að nota.
Skólastjórinn af Skaganum hefur haldið vel utan um málið í fjárlaganefnd og þingmann VG sem verið er að segja okkur að séu að verða andsnúnari málinu, hafa ekki komið fram undir nafni og lýst því hver vafaatriðin eru.
Verulegur gjaldeyrisforði nauðsyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála því sem Ögmundur hefur talað um. Þ.e. að við þurfum ekki á öllum þessum lánum frá grann þjóðum okkar að halda og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Við þurfum þetta ekki allt og jafnvel væri nóg að þyggja helminginn af þessum lánum.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 19:08
Ég verð að viðurkenna að ég hafði bara ekki hugsað útí þessi mál áður en eftir að þessi umræða kom upp hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu: Endurreisn efnahagslífsins á Íslandi átti að fara fram í "samvinnu" við AGS, en í hverju fólst "samvinnan" jú Íslendingar áttu að framkvæma skilyrði AGS, sem síðan greiddu út RISALÁN til Íslands, sem síðan átti að STÆRSTUM hluta að fara í að KAUPA GJALDEYRI til að STYRKJA gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem aftur átti að STYRKJA GENGI Íkr en ekkert gerist ennþá (vel að merkja er AGS ekki BÚIÐ að greiða út nema fyrsta hluta lánsins) en þrátt fyrir það sem hefur verið gert, sem er að sögn talsmanna ríkisstjórnarinnar nokkuð mikið, er KRÓNAN enn í frjálsu falli og ekki að sjá neina breytingu þar á. Ef tilgangurinn með miklum gjaldeyriskaupum á að vera að "styrkja" gengi krónunnar þá verður mun meira að koma til eins og t.d vöruskipti við útlönd verða að vera hagstæð til lengri tíma, rekstur hins opinbera verður að vera í jafnvægi með öðrum orðum það þarf að koma böndum á þensluna í útgjöldum ríkisins, bankakerfið VERÐUR að vera fært um að sinna skyldum sínum við atvinnulífið og almenning og Íslendingar verða að hætta að taka lán til að greiða með skuldir. Það má leiða að því líkum að með því að kaupa GJALDEYRI til þess að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans í þeim tilgangi að styrkja gengi krónunnar, styrkist krónan kannski í nokkra daga, en MESTA STYRKINGIN VERÐI Á GENGI ÞESS/ÞEIRRA GJALDMIÐLA SEM VERÐA KEYPTIR. Eins og fram kemur í fréttinni þá er "lánið" frá AGS hærra en Ices(L)ave, halda menn virkilega að við ráðum við að greiða þetta "lán", sem á að mestu að fara í MIKLAóvissu (að styrkja gengi krónunnar sem er með öllu óvíst að takist) og einnig að greiða af Ices(L)ave? Ég veit ekki betur en fjárhættuspil sé BANNAÐ hér á landi en svo ætlar ríkisstjórnin að hafa forgöngu um að brjóta þetta bann. Ég vona að mér hafi tekist að koma mínum sjónarmiðum þokkalega faglega á framfæri.
Jóhann Elíasson, 10.8.2009 kl. 20:24
Ég er raunar ekki alveg sammála þér Jóhann frekar en fyrri daginn. Við erum enn ekki komin nægilega langt í uppbyggingunni (þökk sé stjórnarandstöðunni) til þess að áhrif þessara lána séu komin fram. Þegar búið verður að ljúka Icesave málinu, þá fer fyrst að koma skriður á aðra þætti í uppbyggingunni. Ég tel að góður gjaldeyrisforði muni vera okkur nauðsynlegur til að koma á eðlilegum viðskiptum að nýju og efla lánstraust okkar erlendis.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.