Úr umsögn um grein Evu Joly

Hér fyrir neðan er hluti úr umfjöllun um grein Evu Joly sem birt er á www.visir.is Það er bent á þá leið að skuldin muni lenda hjá skattgreiðendum ESB landa þegar Ísland verði komið þangað inn. Þetta er athyglisverður puntur þó ég geti auðvitað ekki sagt neitt um það hvort þetta muni ganga eftir að hluta eða öllu leiti.

"Frakkinn Michel segir að Íslendingar muni aldrei geta borgað skuldir sínar. Þær séu of háar. Michel trúir því að þær muni falla á skattgreiðendur innan Evrópusambandsins þegar Ísland kemst þangað inn líkt og hefur viðgengist hingað til að mati Michels og vísar hann í fátæk ríki innan sambandsins."

Það er bara með ESB eins og heita grautinn hjá kettinum, það er gengið í kringum málið, en enginn talar um framtíð okkar sem aðildarríki að ESB. Við erum þó búin að leggja inn umsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg ljóst að við munum og getum ekki borgað Icesave skuldirnar. Þetta er svo mikið. En mér finnst verst að það sé ekkert verið að gera til að taka á þessum útrásarvíkingum. Það finnst mér leitt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er verið að vinna í miklu fleiri málum en við vitum um. Þessir menn eru með lögfræðinga og endurskoðendur á sínum snærum, sem leita allra leiða til að finna formgalla á öllu sem gert er. Það er líka þeirra sterkasta málsvörn. Ekki eru bankayfirlitin svo glæsileg, en þetta tekur bara allt svo mikinn tíma, þarf að vera vandað og gott. En við erum óþolinmóð sem von er og finnst hægt ganga. Ef við værum í ríki þar sem ekki ríkir frelsi og lýðræði, hefðu þeir verið gripnir strax og settir inn og jafnvel drepnir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.8.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband