4.8.2009 | 21:23
Álit Hagfræðistofnunar HÍ á Icesave
Þá hefur Hagfræðistofnun HÍ skilað sínu áliti á Icesave til Fjárlagnefndar Alþingis. Þó álit HHÍ sé varfærnara en álit SI segir formaður Fjárlaganefndar Guðbjartur Hannesson, að málið sé vel viðráðanlegt fyrir Ísland. Hann var í Kastljósinu í kvöld ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þeirra málflutningur var vægast sagt ekki samhljóða, SDG sá allt svart eins og verið hefur á meðan GH fór vel yfir málið og útskýrði hvað verið væri að vinna að þessa dagana, styrkja endurskoðunarákvæði og það álit að mál vegna samningsins ætti að reka fyrir íslenskum dómstólum. Auk þess sem hann lagði mikla áherslu á að halla ríkissjóðs sem taka þarf á næstu 5 árin samkvæmt kröfu AFS væri sérmál og það væri ekki fyrr en eftir það sem farið yrði að greiða af Icesave. Verði endurskoðunar ákvæðið gagnvart ríkisábyrgðinni nýtt, þá væri sest aftur að samningaborði og málið skoðað í kjölinn miðað við nýjar aðstæður. Vonandi fæst niðurstaða í þetta þref innan skamms tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sagði hann ekki líka að Eva Joly hefði verið svo hrifin af þessum Icesavesamingum? Hafa þessar ESB töflur sem þið eru á engar alvarlegar aukaverkanir, annað en þetta bull sem þið látið út úr ykkur?
Sigurður Þorsteinsson, 4.8.2009 kl. 21:44
Ekki hef ég orðið vör við þær inntökur sem þú talar um. Það sem við tölum um hjá Samfylkingunni eru afar ábyrg stjórnmál. Hefði verið farið að ráðum forvera okkar JBH og gengið alla leið inn í ESB á 10. áratug síðustu aldar, værum við ekki í þeim rústum sem við stöndum í í dag.
Að vera á annarri skoðun hafa ekkert annað til málanna að leggja, en háðsglósur og upphrópanir, þá er betra að segja ekki neitt. Ég er alltaf tilbúin að taka þátt í málefnalegri umræðu við fullorðið fólk.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.8.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.