1.8.2009 | 22:23
Samþykkjum ICESAVE með fyrirvörum.
Ég held að við verðum að samþykkja Icesave og þá með þeim fyrirvörum sem mér skilst að séu í farvatninu. Við getum ekki og megum ekki einangra okkur. Eva Joly var að mínum dómi fyrst og fremst að lýsa skoðun sinni á framkomu annarra þjóða gagnvart okkur í grein sinni og sú framkoma er vissulega gagnrýni verð.
Það að AFS setur okkur stífa kosti varðandi fjármál ríkisins, verður auðvitað strangt, en mun gera okkur fyrr tilbúin til að uppfylla skilyrði ESB sem er vissulega af hinu góða. Þegar við verðum komin þangað inn, er tímabært að taka upp þetta Icesave mál og fá fram hagstæðari niðurstöðu fyrir okkur.
Mér kemur mest á óvart hvernig Norðurlöndin tóku á málum núna og frestuðu afgreiðslum lána. Atkvæðaveiðar forsætisráðherra Bretlands eru aumkunarverðar og gamaldags, eins og Breta er von og vísa. Undirlægja GHH og ÁM gagnvart Bretum er líka afburða hallærisleg. Það er þó á endanum Davíð Oddsson sem hefur verið okkur hvað dýrastur af þeim öllum þeim stjórnmála mistökum sem við erum að súpa seyðið af núna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.