1.8.2009 | 21:52
Grein Evu Joly í dag.
Nú er ég búin að lesa grein Evu og mér finnst hún vera að lýsa þarna hegðun íslenskra stjórnmálamanna eins og þeir koma fyrir mér fyrir sjónir sem hafa stýrt íslensku samfélagi undanfarna áratugi og tilheyrðu flokkum sem núna eru núna í stjórnarandstöðu.
Þá er ég að tala um álit hennar á ráðamönnum hjá ESB - AFS - Bretlands og Norðurlandanna. Eigin hagsmunaseggir og atkvæðaveiðimenn fyrst og fremst. Sá stóri ræður og sá litli verður að beygja sig. Það sem er að ganga yfir heiminn þessi misserin, er einmitt afleiðing þeirrar hugsunar.
Mannkynið verður að breyta þeirri hugsun og það finnst mér vera megin inntakið í grein Evu. Þessi kona er mjög sterk persóna og hefur þegar haft mikil áhrif, en það þarf bara svo miklu miklu meira til. Ég held og vil trúa því að Jóhanna Sigurðardóttir komist næst því að vera heiðarleg í stjórnmálum af starfandi stjórnmálamönnum hér á landi í dag.
Ég vona líka svo sannarlega að henni takist með sínu samstarfsfólki að innleiða heiðarleika og jöfnuð hér á landi. Á alþjóðavettvangi er það helst Obama sem heimurinn horfir til. Vonandi rætist ekki það sem Eva segir í sinni grein, en þá verða líka ýmsir hlutir að breytast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.