30.7.2009 | 18:01
Mikið um alls kyns óra og ofstæki.
Ég er með afbrigðum hissa á því hvað fólk getur gengið langt í að halda fram allskyns kenningum um ofsóknir og vond áform gagnvart okkur íslendingum. Það er bara eins og partur þjóðarinnar sé komin í einhverskonar kapp um að setja saman mesta hryllinginn um framtíð okkar íslendinga. Ætli liðið sé að gera sér vonir um að geta svo selt handritið að ósköpunum þegar yfirgengnilegheitin er komin í botn. Fullorðið fólk sem telur sig með sæmilega góða greind, keppist við að toppa hvert annað þegar kemur að áformum AFS og ESB um meðferð á okkur.
Auðvitað veit ég að hér hafa gert ótrúlegir hlutir, en fyrr má nú vera. Við erum að vinna okkur út úr þessum vanda og það gengur að mestu samkvæmt áætlun, þrátt fyrir að stjórnarandstaðan geri það sem hún getur til að tefja. Ég hef mikla trú á að ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttir takist að koma okkur á beinu brautina fyrr en varir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þurfum að borga skuldir okkar, t.d. Icesave og fleiri skuldir áður en að umheimurinn getur farið að taka okkur í sátt. Það er alveg á hreinu. Eigðu góða helgi.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.