30.7.2009 | 17:16
Mikill leiðtogi og góður samningamaður
Það hefur sýnt sig undanfarið Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar er mikill leiðtogi og góður samningamaður. Hann hefur flutt frétti af störfum nefndarinnar á afar skýran og skiljanlegan máta og af mikilli prúðmennsku og festu. Þessir eiginleikar eru ekki öllum gefnir og þá skal virða vel. Það er afar mismunandi milli þeirra þingmanna sem nú gegna störfum, hvernig þeir flytja mál sitt og sýna almenna háttvísi. Það er ætíð svo að þeir orðvöru bera meira úr býtum hvað varða virðingu og árangur í störfum sínum. Kurteisi kostar ekkert, en skilar miklu. Ódýr fjárfesting til lífstíðar sem alltaf á við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.