29.7.2009 | 00:01
Hún Elísabet amma mín mátti ekki heyra neinum hallmælt.
Elísabet Eggertsdóttir í Kothvammi var amma mín (konan hans Tryggva afa sem ég tala um í færslunni hér á undan). Hún var afar vönduð og góðhjörtuð kona og mátti alls ekki heyra neinum hallmælt. Gat það stundum gengið það langt að jafnvel börum hennar blöskraði. Faðir minn Bjarni Tryggvason sat eitt sinn á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar á tali við bróður sinn á æskuheimil þeirra bræðra.
Umræðuefnið var Hitler og voru þeir mjög sammála um hans óhæfuverk. Ömmu ber þar að og finnst að synir sýnir séu alltof harðorðir í garð þessa manns. Fer hún að taka svari Hitlers á þann veg að það hljóti nú bara að vera eitthvað gott í þessum manni eins og öllum öðrum. Föður mínum var nokkuð heitt í hamsi og fannst nú fulllangt gengið, hann vindur sér að móður sinni og segir með þunga í röddinni. "Það er ég viss um að þú mundir taka svari skrattans, ef því væri að skipta".
Ekki fylgdi sögunni hverju amma svaraði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.