Enginn fjárhagslegur dómsdagur framundan

Það er því afar mikilvægt að við sem erum hlynnt inngöngu í ESB séum dugleg að láta heyra frá okkur og séum virk í umræðunni um nauðsyn þess að farmfarir verði á Íslandi. Margir tala nú eins og fjárhagslegur dómsdagur sé handan við hornið.

Hvernig hefði þjóðin brotist úr svo sárri fátækt að mannfellir var staðreynd eins og var milli 1880 og 1890 og til einhverrar mestu velmegunar í heiminum í dag. Ég er ansi hrædd um að afi minn Tryggvi Bjarnason í Kothvammi. hefði ekki talið okkur á vonarvöl, miðað við ástand mála í dag.

Hann var á sinni tíð mikill framfarasinni og ævistarfið hans blasir við öllum sem koma til Hvammstanga. Auðvitað vann hann ekki einn að þessum málum, en oftar en ekki var hann með í ráðum þegar stóru skrefin voru stigin.

Hann hefði líka örugglega hrist höfuðið yfir þeim ummælum sem margir láta frá sér þessa dagana. Ég hugsa oft til hans ef mér finnst eitthvað ganga hægt og þá finn ég fyrir þeirri kjarmiklu festu sem ég tel að hafi einkennt þennan dugmikla mann. Uppgjöf var ekki til í orðabókinni hans Tryggva afa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvernig förum við að því að borga erlendu skuldirnar?

Hægt er að auka innlendar tekjur ríkissjóðs beint, með hækkun skatta, og með því að auka hagvöxt.

  • A) Galli, heimskreppan stórlega dregur úr möguleikum til framtíðar hagvaxtar. Einnig, bendir flest til, að um nokkurt árabil í kjölfar kreppu, verði hagvöxtur skaðaður bæði á Evrusvæðinu og í Bandaríkjunum, þó meira á Evrusvæðinu. Þetta þýðir á mannamáli, að möguleikar okkar til hagvaxtar verða einnig skertir, þ.s. við getum ekki þrifist ef hagkerfin í kringum okkur, eru ekki að þrífast.
  • B) Annar galli, þ.s. ríkissjóður sjálfur hefur ekki útflutningstekjur, og við erum að tala um skuldir í erlendum gjaldeyri - verður að skipta krónutekjum í erlendan gjaldeyri. En það felur í sér þann galla, að mjög umtalsvert útstreymi af krónum er framkallað úr hagkerfinu. Annað hvort, dregur úr peningamagni í umferð, jafnt og þétt - sem væri mjög samdráttarmagnandi aðgerð - - en minna peningamagn, þýðir minna fjármagn úr að spila til að lána, og til allra hluta, einnig getur sú aðgerð orsakað verðhjöðnun - - eða að því er mætt með því að prenta krónur á móti. En, þá er verið að auka jafnt og þétt framboð af krónum, sem hefur þær afleiðingar að verðfella hana jafnt og þétt; og því meir sem þessari aðferð er beitt í meira mæli. Hætta, stjórnlaus óðaverðbólga.

Hin aðferðin er að framkalla afgang af gjaldeyrisjöfnuði, sem væri nægilegur til að borga af hinum erlendu lánum.

Kosturinn, við þá aðferð er sú, að verðgildi krónu fellur ekki. En, á hinn bóginn er nær ómögulegt, að viðhalda svo háum afgangi sem þarf, þ.e. á bilinu rúmlega 20% - rúmlega 30%.

  • A)Hafa ber í huga að slæmar hagvaxtahorfur í nágrannalöndunum, draga stórlega úr möguleikum okkar, til að viðhalda nægilegum gjaldeyristekjum.
  • B)Ísland, hefur aldrei í hagsögu landsins, haft jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð, yfir svo langt tímabil, sem þörf er á - þ.e. samfellt svo lengi.
  • C)Ísland hefur heldur aldrei í hagsögu sinni, haft gjaldeyrisjöfnuð í þeim hæðum.
  • D)Hagvöxtur, veldur alltaf neikvæðum gjaldeyrisjöfnuði á Íslandi. Til að skilja af hverju, þá er hægt að benda á t.d. byggingaframkvæmdir, en til þeirra þarf að flytja allt inn, nema steypuna og mölina. Þannig, auknar framkvæmdir í steypu auka viðskiptahalla. Sama, á við um fjölmarga aðra starfsemi, í landin - starfsemi, sem yfirleitt fer í aukana, í hagvaxtarástandi.

Ég átta mig ekki alveg á, hvernig á að leysa þennan vítahring, þ.s. hið vanalega er, að halli á gjaldeyrisjöfnuði, verður sífellt meiri eftir því sem hagvöxtur eykst og þörf er á miklum hagvexti. Gengi krónu yfirleitt styrkist einnig, í hagvaxtarástandi, sem hvetur til innflutnings.

Annaðhvort stefnum við á stjórnlausa óðaverðbólgu, sbr. Þýskaland 3. áratugarins sem þá var einnig að glíma við mjög hár gjaldeyrislán, eða að einfaldlega að íta skuldunum stöðugt á undan okkur. Sú leið, er einnig leið þjóðhagslegs gjaldþrots.

En, er ekki hægt að halda krónunni einfaldlega svo lágri, að þetta reddist? 

Ef á að viðhalda einhvers konar viðvarandi lággengi krónu, eins og bent hefur verið á sem hugsanlega lausn, þá myndi það hafa mjög lamandi áhrif á alla innlenda starfsemi, og um leið skaða hagvöxt og einnig almennt atvinnustig. Þá erum við að tala um viðvarandi ástand, lágs hagvaxtar og lágs atvinnustigs, og um leið lélegra lífskjara. Menn meiga ekki gleyma, að ef lífskjör verða um langt árabil, mjög mikið skert, í því skyni að tryggja nægilegann gjaldeyrisafgang - aðferðin að tryggja hann með því að fólk hafi ekki efni á að flytja inn eða fjárfesta - þá má búast við fólksflótta úr landinu og stöðugu tapi hæfileikaríkra einstaklinga til útlanda.

Áttið ykkur á, að við erum að tala um 10 - 15 ár. Hver ykkar myndi ekki flytja úr landi, við slíka framtíðarsýn?

Athugið einnig, að þ.e. með engu móti augljóst, að með þeim hætti verði hægt að standa undir skuldum. Það er alveg eins líklegt, að þetta verði reynt um nokkurt árabil, en án þess að það takist að borga niður skuldasúpuna, þannig að hrun komi einfaldlega seinna.

Niðurstaða:

Við verðum að leita nauðasamninga við lánadrottna okkar. Ég get ekki séð annað, en það sé sennilega skásta leiðin að reyna að fá niðurfellingu skulda að hluta. Sannarlega, eru skuldunautar ekki áhugasamir um slíkt, en þ.e. betra fyrir þá að fá borgað minna heldur en ekkert. Skuldir okkar eru einfaldlega það háar að þjóðfélagslegur kostnaður Íslendinga, við það að streytast við að borga þær, verður einfaldlega of hár. Við getum staðið frammi fyrir alvarlegasta fólksflótta vanda úr landinu, síðan á árunum milli 1880 og 1890.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er þessi framtíðarsýn miðuð við Ísland innan eða utan ESB???

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2009 kl. 02:38

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það kemur á sama stað niður, enda breytir aðild engu í tímarammanum næsti áratugur.Í lengri tímaramma, má vera að einhverra áhrifa á efnahagsmál gæti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2009 kl. 10:41

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er spá um afleiðingar, ef tekin eru tilteking skref í efnahagsmálum og miðað við ýmis hugsanleg stefnumið er rædd hafa verið innan ríkisstjórnarinnar til að bregðast gegn kreppunni, og ekki gert ráð fyrir neinum áhrifum af ESB aðild innan þess tímaramma, sem fjallað er um þ.e. næstu 10 - 15 ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2009 kl. 10:44

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá á ég við, að áhrif af ESB aðild á efnahagsmál, verði það óveruleg, að þau áhrif sem ég tala um, verði ríkjandi áhrif. Þess vegna, nefni ég ekki ESB aðild, þ.s. ég tel hana ekki skipta máli í samhenginu næstu 10 - 15 ár, þegar einungis er fjallað um kreppuna og afleiðingar hennar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2009 kl. 10:47

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Staðreyndin er sú, að áhrif ESB aðildar á efnahagsmál, hafa verið stórlega ýkt, af bæði fylgismönnum og andstæðingum aðildar.

Raunverulega, verður nær enginn munur, enda erum við þegar búin að ná inn megninu af þeim mun sem hefði orðið í gegnum  EES aðildina.

Ég geri ráð fyrir löngum aðlögunarsamningum fyrir landbúnaðinn, þannig að enginn innflutningur landbúnaðarvara verði fyrsta áratuginn, hið minnsta.

Evran, mun taka á tímabilinu, 10 - 15 ár, þannig að Evruaðild, mun ekki fara skila áhrifum, fyrr en eftir þann tíma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2009 kl. 10:52

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakkir fyrir þessar útskýringar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband