26.7.2009 | 21:18
Hvað þýðir orðið SJÁLFSTÆÐI
Ég er farin að efast um hvað orðið sjálfstæði þýðir í hugum sumra samlanda minna nú til dags. Mér finnst ég skynja að þýðingin sé að vera algjörlega út af fyrir sig hér á eyjunni sem kennd er við ís. Algjörlega án samskipta við umheiminn, án samvinnu við önnur lönd/þjóðir. Við tökum ekki þátt í neinu sem getur kallast alþjóðlegt samstarf vegna þess að það er svo fullt af vondu fólki í útlöndum sem vill ráða öllu og gleypa allt.
Þetta minnir mig á barn sem ekki hefur fengið tækifæri til að fara á leikskóla og læra að deila með öðrum börnum, bæði leikföngum, því að taka ákvarðanir og bara á mannleg samskipti yfirleitt.
Það er líka eins og mig minni að við værum einangruð í nokkur hundruð ár (það má kenna Dönum um þann tíma) Hvað með það við vorum hér án samskipta og út af fyrir okkur. Auðvitað er þetta tómt bull, enda höfum við það best með góðum samskiptum, samvinnu og samstarfi við aðrar þjóðir. Þannig höldum við sjálfstæði okkar best með því að vera í samtökum eins og ESB með öðrum sjálfstæðum þjóðum. Þannig er raunveruleikinn, þó öðru sé haldir fram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá erum við sjálfstæð þjóð, ekki undir einum eða neinum komin. T:d. við fengum sjálfstæði frá Dönum fyrir nokkru o.s.frv..
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.