17.7.2009 | 11:47
Þorgerður Katrín
Mér finnst Þorgerður Katrín hafa sýnt ákveðið áræði þegar hún á sat hjá við atkvæðagreiðsluna, en um leið kjarkleysi að hafa ekki gengið alla leið og sagt já. Það er löngu vitað að hún er hlynnt aðildarumsókn. Það er ekki við hana að sakast þó kvótaelítan og hennar áhangendur hafi haft betur á Landsfundi flokksins í vetur. Þar hefur átt sér stað skipuleg smölun eða forval á fulltrúum til að tryggja andstöðu við aðild. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla var líka málamiðlun fyrir þá fjölmörgu fulltrúa sem voru og eru fylgjandi aðildarumsókn.
Staða Þorgerðar Katrínar veikist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getur verið að sjávarútvegurinn sem atvinnugrein hagnist hvað mest á aðild Íslands að ESB?
Jón Halldór Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 12:25
Mér finnst Þorgerður Katrín hefði átt að nýta betur atkvæðarétt sinn. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn að væma aðra flokka um kúgun og hvetja þeir ekki fólk til að kjósa eftir eigin samvisku?
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.7.2009 kl. 13:37
Jón, hef ekki næga þekkingu á sjávarútvegi til að meta stöðuna, en það skyldi þó aldrei verða að þær greinar sem best kæmu út, yrðu sjávarútvegur og landbúnaður eftir allt svartsýnisrausið. Við erum svo góð í að laga okkur að aðstæðum hér á Íslandi. Annars hefðum við ekki lifað af í gegnum aldirnar
Þar er ég sammála þér Ólöf, auðvitað átti Þorgerður að ganga alla leið og segja já eins og hennar samfæring stendur til.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.