Mikil umskifti framundan

Það gleður mig margt varðandi umsóknina um ESB er að nú sér þjóðin loks hilla undir að lánsfé á Íslandi verði á viðráðanlegu verði á viðráðanlegu verði, að gjaldmiðill þjóðarinnar verði traustur, að matvörur muni lækka í verði, að loks verði virk byggðastefna í landinu þar sem við erum á harðbýlu svæði og munum því njóta sérstakra styrkja þar að lútandi. Ég finn það núna að þungu fargi er af mér létt. Ég get andað róleg og veit að framtíðarsýn okkar er samstarf við nágrannaþjóðir þar sem réttindi fólks á félagslega sviðinu eru eins tryggð og kostur er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er kannski ánægjulegt en það verður samt að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál. Það finnst mér málið. Hafðu það sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Samkvæmt bakgrunnskýrslunni um landbúnað um samanburð við finnskan landbúnað við inngöngu, verður 38% samdráttur á kindakjötsmarkaði og 28% á nautakjötsmarkaði. Hver á að bera hallan af því og hverjir eiga að hætta búskap?

Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig hægt er að fylla upp í þennan samdrátt hvorki fyrir framleiðendur eða úrvinnsluaðila ( landsbyggðarfólk). Að vísu er talað um einhverjar heimskautabætur.

Fullyrt er að við innflutning verði 70% verðlækkun á kjúklingum, 55-60% á eggjum og mjólkurvörum. Svínakjöt lækkar um 35%. Þessar lækkanir eru ótrúlegar. Þannig að á þessu verður að vera fyrirvari og það er holt að trúa ekki öllu sem sagt er í skýrslum. En segjum samt svo að þessi veruleiki gangi fram að einhverju leiti. Fyrir hvaða gjaldeyrir á þá að kaupa vörurnar hjá gjaldeyrislausri þjóð.

Á hverju eigum við eiginlega að lifa Hólmfríður mín?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.7.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL. brátt koma bóm í haga, ESB setur allar reglur um Evruaðild til hliðar og við fáum hana á mettíma, ESB samþykkir einnig að setja allar reglum um ERM II til hliðar og styðja strax áður en aðild er formlega gengin um garð krónuna. ESB, er svo áhugasamt um aðild Íslands, að þ.e. til í að 'bend over backwards' til að mæta öllum okkar óskum - varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ekkert mál.

Einhvern veginn, virðis sem Samfylking, sé alveg kominn út í buskanna, í bullinu sem lekur, ROFL.

Staðreyndin er sú, að ekker af því að ofan mun gerast:

  • engin stuðningur við krónu, fyrr en eftir að samningar eru um garð, hafa verið staðfestir af öllum aðildarþjóðum, og Íslandi líka - þá getum við sókt um aðild að ERM II - og einungis eftir að aðild að ERM II er formlega um garð gengin, fær krónan +/-15% vikmarka stuðning.
  • Þ.e. heildar-skuldir ríkisins, eru 2,5 þjóðarframleiðsla, mun upptaka Evru taka 15-20 ár, cirka.
  • menn gleyma því, hvað það þýðir, að Ísland er í EES, nefnilega það, að við erum þegar komin með þann hagnað, fyrir hagkerfið, sem aðild á að færa okku, að cirka 95%. Það eina stóra sem eftir er, er EVRAN. Fullyrðingar, um annann stóran hagnað, er kjaftæði.
  • "The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009" . Samkvæmt þessari skýrlsu, er áætlað að meðalhagvöxtur innan Evrusvæðisins, lækki niður í 0,7% af völdum kreppunnar, og verði á því reiki fyrsu ár eftir kreppu. 

    Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output

    2007  1,8%                   8,7%                                       8,7%

    2008  1,3%                  9,0%                                        9,0%

    2009  0,7%                 9,7%                                         9,7%

    2010  0,7%                10,2%                                        10,2%

Þeir telja að svokallað "lost decade" sé líklegasta útkoman, þ.e. lélegur hagvöxtur um nokkur ár, í kjölfar kreppu, þannig að kreppuárin + árin eftir kreppu, verði cirka áratugur. Þeir telja, að á endanum, muni þó hagkerfi Evrópu rétta úr sér, og ná eðilegum meðal-hagvexti. Þeir, setja þó fyrirvara við þá ályktun, að sú útkoma sé ekki örugg; þ.e.:

"Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down."

Hvers vegna, er ég að tönnslast á þessu? Ástæðan er sú, að væntingar um að umsóknarferli og síðan, aðild - muni redda okkur, eru fullkomlega óraunhæfar ef staðreyndir mála eru hafðar að leiðarljósi.

Höfum staðreyndir að leiðarljósi, þ.e. miðum ekki við ímyndaðar skýjaborgir.

Ég er ekki að segja, að aðild sé eitthver disaster, einungis að í því felst engin redding, engin afsláttur af þeirri vinnu úr erfiðleikum, sem við höfum frammi fyrir okkur.

Kv (höfundur er Evrópufræðingur að mennt og einnig stjórnmálafræðingur)

Einar Björn Bjarnason, 17.7.2009 kl. 12:49

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

EBB Af hálfu okkar Samfylkingarfólks er ekki og hefur ekki verið talað um ESB aðild sem neina töfralausn. en það er hinsvegar okkar bjargfasta samfæring að hagsmunum okkar sé best borgið þar inni. Og mér kæmi alls ekki á óvart þó við innganga okkar tæki frekar skammann tíma, miðað við mörg önnur lönd. Stór hluti okkar fiskistofna eru staðbundnir við Ísland og falla því ekki undir reglur um aðgang annarra ESB ríkja. Við höfum um árabil veitt úr stofnum sem flakka minni hafsvæða og þar eru gildandi milliríkja samningar. Það eru einungis þeir stofnar sem aðrar þjóðir ESB munu gera tilkall til að veiða úr

Þorsteinn. Það er ekkert náttúrulögmál að fólk utan höfuðborgarsvæðisins vinni eingöngu við fiskveiðar - vinnslu og landbúnað - vinnslu. Hrakspár fyrir landbúnaðinn eru líka svo miklar og þær eru ekki raunhæfar. Ísland er allt harðbýlt svæði og mun þess vegna njóta styrkja frá ESB og einnig frá íslenska ríkinu. Byggðstefna ESB er mjög góð og ég er viss um að okkur úti um land mun þykja margt breytast til batnaðar  þegar sú stefna fer að virka hjá okkur .

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 01:20

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm - þ.e. einmitt þetta orð "sannfæring" sem ég fetti fingur út í.

Því, þá er ekki lengur verið, að vega og meta mál á þeim grunni, að mönnum finnist óvissu bundið, að ákveðin leið sé æskileg eða ekki.

Þá, eru menn þegar búnir að taka þá ákvörðun, að sú leið eigi að vera leiðin.

Hjá mér, er það ekki þannig. Ég, er ekki búinn að ákveða - að ESB sé leiðin, né er ég búinn að ákveða, að ESB sé það ekki.

Persónulega, er ég þeirrar skoðunar, að þegar menn séu ekki búnir, að ákveða sig - með þessum hætti - þá séu menn líklegri til að skoða stefnu og leiðir með opnari hætti.

Almennt séð, er það mín skoðun, að það sé einmitt heppilegra, að skoðun manna sé opin, því þá tel ég að menn að ölli jafnaði skynji hluti af meira hlutleysi.

Það, tel ég almennt séð, líklegra til að leiða til réttra ákvarðana.

Þess vegna, bendi ég á skjal, Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þ.e. hagspá hagdeildar hennar: "The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009" .

Sú slæma hagspá, tel ég að dragi úr væntum gróða okkar, af því að ganga í ESB. Þegar ég skoða svo slæma, framtíðarspá - þá kemur einmitt tími, þegar ég velti fyrir mér, hvort að ef til vill, sé ekki til betri átt að halla sér - ef það er svo, að menn vilji halla sér í einhverja átt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2009 kl. 01:51

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sú var tíðin að ég var á móti EES samningnum. Síðar kost ég að því að andstaða mín var byggð á getgátum og tröllasögum, ég sá eins og aðrir að margt breyttist til batnaðar við samninginn og þá fór ég að skoða þau gögn sem tiltæk voru varðandi ESB og hef með hverju ári sannfærst betur og betur um að þar eigi Ísland heima. Hefur það ekki síst mótast vegna starfa minna hjá verkalýðshreyfingunni og þeim upplýsingum sem þar hafa legið fyrir. Í dag finnst mér það eingum vafa undirorpið að innganga í ESB verður til heilla fyrir okkur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 23:00

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Persónulega, er ég að fjarlægjast ESB.

Þ.e. skýrslan, um mjög svo dökkar framtíðar efnahagshorfur, sem hefur þar mest áhrif.

Ég er eiginlega, að nálgast þá skoðun sífellt meir, að við eigum að tala við Obama.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2009 kl. 02:33

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Frjálsir fjármagnsflutningar eru ein af 4 stoðum EES- samningsins.

Hólmfríður!

Hvernig telurðu að ávinningur Íslendinga og reynsla sé af þeim hluta samningsins?

Ef þú gæfir t.d. þeim þætti einkunn á bilinu 0-10.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband