16.7.2009 | 14:47
Mikið er ég glöð
Búið er að samþykkja á Alþingi tillögu um aðild að ESB. Nú finnst mér komin upp framtíðarsýn sem hægt er að búa við og treysta á. Við erum á leið út úr þeim myrkviðum sem klíkuflokkarnir komu okkur í. Ég óska okkur öllum innilega til hamingju með þennan merka áfanga og veit að hann verður okkur öllum til mikillar blessunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma því Hólmfríður , að það var í ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þegar Björgvin G. Sigurðsson (S) var Viðskiptaráðherra, að Icesave var hleypt af stokkunum en sú ráðstöfun er sennilega STÆRSTA orsök þeirrar ógæfu sem landið er í.
Jóhann Elíasson, 16.7.2009 kl. 14:53
Innilega til hamingju með daginn - skoðanasystir (allavega í þessu máli).
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 14:56
Það er ástæða til að fagna - en málið er ekki í höfn. Nú eflast dómsdagspredikararnir um sinn. Það verður mikill reiðilestur sem þjóðin fær að heyra áður en yfir lýkur. Strax eru byrjuð upphróp um landráð þeirra sem samþykktu aðildarviðræður.
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.7.2009 kl. 15:02
Já hrópin halda áfram og nú verðum við líka að halda hinum jákæðu póstum á lofti. Mér fannst grátbroslegt að fylgjast með mörgum stjórnarandstæðngum í rökstuðningi sínum gegn tillögu um umsókn. Ég tel mig hafa skinjað samþykki í hjarta margra sem tóku flokkshollustu og valdablokkir framyfir þjóðarhag.
Hættu nú þessu rausi Jóhann, þú VEIST að þetta er bara bull, þú fyrirgefur
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.7.2009 kl. 18:49
Nei Hólmfríður, nú er tími til kominn að þú takir ofan þín pólitísku gleraugu því þú VEIST að það sem ég skrifa þarna ER RÉTT og SATT. Þú þarft ekki annað en að fara inn á vef Seðlabanka Íslands til að sjá að MESTA aukningin á erlendum skuldum þjóðarinnar var þegar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn voru saman í ríkisstjórn og þarna varð Iceslave til. Það eru fremur fátækleg rök að afgreiða það sem manni líkar ekki sem bull í stað þess að svara því bara málefnalega, það er þér til minnkunnar og skammar.
Jóhann Elíasson, 16.7.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.