13.7.2009 | 16:07
Peningar í sveitum landsins
Fólk fætt var á fyrstu 20 árum síðustu aldar og bjó allan sinn aldur í sveit, fór margt hvert ekki að hafa peninga undir höndum fyrr en ellistyrkurinn fór að berst þeim. Þetta fólk vann myrkranna á milli og allt var lagt inn hjá Kaupfélaginu. Peningarnir lágu svo þar inni og tekið var út það brýnasta á hverjum tíma til framfleyta fjölskyldunni og reka búið. Vörurnar voru verðlagðar eftir þörfum Kaupfélaganna á hverjum tíma svo þau gætu safnað í sjóði. Fólkið fékk nóg að borða sem var mun betra en áður hafði verið og allir undu glaðir við sitt, eða þannig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Átti frændur vestur á Ingjaldssandi sem máttu ekkert vont heyra um Kaupfélagið á Dýrafirði - höfðu unnið fyrir það batterý áratugum saman þe lögðu allt inn í Kaupfélagið - skrítið hversu sterk ítök má hafa á fólki
Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 16:43
Það er fullt af bændum enn á Íslandi sem trúa á Kaupfélagið sitt eins og einhverskonar bjargvætt. Kaupfélögin tóku við af erlendri verslun og hagur bænda vænkaðist. Hungurmörkin hurfu og þeir gatu stækkað túnin og fjölgað skepnum. Þetta voru á sínum tíma stórstígar framfarir, en svo komu efri mörkin. Bændur stóðu dyggilega með sínu Kaupfélagi og versluðu þar hvað sem á dundi. Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu sagði á miklum hitafundi á Hvammstanga um sölu sáturhúss KVH í árslok 2005. " Ég er nú svo vel giftur að það þýðir ekkert fyrirmig aðkoma heim með vörur til heimilis, nema þærséu keyptar í Kaupfélagiu á Hvammstanga"
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2009 kl. 17:34
Sniðugt hjá þér. Takk fyrir þetta. Eigðu gott kvöld Hólmfríður mín og góða nótt.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.