Rannsaka verður þátt stjórnmálamanna í orsökum hrunsins

Þess er vænst að þáttur stjórnmálamanna í því skipulagi sem leiddi til svo mikilla hamfara á fjármálasviðinu verði rannsakaður sérstaklega til að vera öðrum þjóðum víti til varnaðar. Þá er ég ekki að tala um einhverja fáeina mánuði fyrir hrun, heldur allan lýðveldis tímann. Fyrst kemur grunnur helmingaskrifta og svo er byggt ofan á eftir því sem við á á hverjum tíma. Leikreglur lagaðar að þörfum valdablokkanna eftir því sem árin liðu. Þegar óæskilegir aðilar voru að sprikla, var þeim komið fyrir kattarnef með "löglegum" hætti á hverjum tíma. Gjafakvótinn í fiskinum er gott dæmi um svoleiðis ráðslag. Landbúnaðinum var haldið í svo miklum helgreipum hjá  SÍS að ekki var eins mikið pláss fyrir kvótabrask þar eins og í fiskinum. Forkaupsréttur sveitarfélaga á bújörðum kom líka í veg fyrir að óæskilegir aðilar færu hamstra jarðir og búa stórt. Nei menn réðu við hokrið en ekki stórbændur. Talað var fallega um stöðu litla bóndans hvenær sem tækifæri gafst. Litli bóndinn var líka upp á náð og miskum kaupfélagsins kominn og var ekki með múður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

155 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband