Reiðin rífur niður, eyðir og skemmir.

Reiðin rífur niður, eyðir og skemmir. Ég hef sjálf farið í gegnum gjaldþrot og það gerðist 1985 þegar bylgja slíkar atburða gékk yfir samfélagið. Okkur hjónum tókst að horfa á þetta sem nýtt upphaf og horfðum fram. Fólk sem lenti í svipuðu var mjög reitt og beinlínis heiftugt. Maður að nafni Grétar gaf út bók sem hann kallaði Undir hamrinum. Hann bað mig að segja SÉR sögu okkar til að birta í bókinni. Hann mundi færa hana í stílinn og hann var mjög reiður. Ég sagði honum að ef sagan okkar kæmi í bókinni, mundi ég skrifa hana með mínum eigin orðum og það gerði ég. Hann var svo reiður yfir því hvernig ég nálgaðist málið að hann sendi mér ekki bókina. Sagan okkar var ekki nægilega neikvæð og reiðileg, en hún kom í bókinni.

Reiðin er ekki nauðsynleg fyrir alla.  Ég vil breytingar en byggi það viðhorf ekki á reiði. Ég sé vel að þegnar þjóðfélagsins hafa verið misrétti beittir í mörg ár, en nú eru félagshyggjuöflin að byggja hér nýtt samfélag og ég fagna því. Að rífa niður er undanfari þess að byggja upp. Við hönnun nýs samfélags verður byggt á reynslunni og varast að gera sömu mistökin aftur. Hrunið var nauðsynlegt og óumflýjanlegt, nýtt upphaf er að verða til


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Rúnar.

Mér þykir leitt að þú skulir vera svona reiður, en þú einn getur breytt því. Ég sendi þér kærleiksteppi með umburðarlyndi, friði og bjartsýni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.7.2009 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband