9.7.2009 | 02:38
Hugarróin dýrmætari en allt annað
Ólgan og reiðin í samfélaginu er afar skaðleg og heilsuspillandi. Áhyggjur hafa engan vanda leyst. Ró hugans er það sem okkur hverju og einu er svo mikilvæg. Fólk segir gjarnan að það sé ekki hægt að halda ró sinni í þessu ástandi. Ég fullyrði samt að það er vel hægt og meira að segja auðvelt. Við hvert og eitt eigum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að stjórna eigin líðan, hugsunum, gjörðum og viðhorfum til lífsins. Við skulum taka okkur sund fyrir svefninn eða á öðrum þeim tíma sem hentar og einbeita okkur hvert og eitt að því að fylla líkama og sál af kærleika og friði.
Við skulum líka senda öðrum frið og kærleika, það mildar okkur og gefur öðrum aukinn frið. Þetta hefur ekkert að gera með trúarskoðanir okkar, kærleikurinn er alsstaðar og hafinn yfir trúbækur og bókstafi þeirra. Hann er stórvirkjum mannkyns sem hvert okkar getur eflt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
154 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hólmfríður.
Þarna komst þú með gullið í ástandið. Takk fyrir það.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 02:56
Svo sannarlega Hólmfríður, náungakærleikurinn og brosið sem getur dimmu í ljós breytt er nauðsynlegt veganesti í daglegu þrasi 365 daga ársins.
Þessa dagana er verk að vinna, vegna náungakærleikans, svo dimmu verði í ljós breytt aftur.
Góðar stundir.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.7.2009 kl. 05:23
Já en þegar maður les bloggsíður hitnar manni oft í hamsi og lætur þá ýmislegt flakka sem ekki samræmist annars dagfarsprýði og hófsemi í orðavali. Maður ætti til að mynda að temja sér að hlusta bara á fréttir einu sinni í viku. Það myndi létta á mörgum andlegu raununum.
Gísli Ingvarsson, 9.7.2009 kl. 09:01
Góður pistill hjá þér Hólmfríður mín. Frábært að lesa þetta hjá þér. Það er alltaf svo gott að koma hérna við á síðunni þinni og lesa falleg og góð orð. Það er bara meiriháttar. Eigðu gott kvöld og njóttu þess vel.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 17:38
"Ólgan og reiðin í samfélaginu" er eðlileg afleiðing af sviksemi yfirvalda. Allar tilfinningar eiga rétt á sér og það er varasamt að halda því að fólki að það eiga að ganga um alla daga bara með eina tilfinningu "rósemi". Það er eðlilegt að gráta og syrgja þegar að einhver deyr og raunverulega nauðsynlegur hluti bataferlisins.
Ólgan og reiðin í samfélaginu er orka sem nýta þarf til uppbygginu þess í stað þess að þagga hana niður með þvættingi á borð við þann sem yfirvöld bera á borð fyrir almenning.
Reiði er eðlileg tilfinning þegar fólki er misboðið. Reiði er ekki það sama og vanlíðan. Fólk á ekki að hunsa tilfinningar sínar heldur að finna þeim farveg sem leiðir til betra ástands.
Annars þakka ég þér fyrir góðan pistil Hólmfríður og tek undir orð þín:
Kærleikurinn er alsstaðar og hafinn yfir trúbækur og bókstafi þeirra.
Í kærleiknum felst einnig réttsýni og þörf fyrir að vernda þá sem minna mega sín.
Í kærleiknum felst því þörfin fyrir því að berjast gegn því óréttlæti sem yfirvöld eru að kalla yfir þá sem geta ekki varið sig.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2009 kl. 17:53
Þarna er ég ekki sammála þér Jakobína með reiðina og það veist þú vel. Ég hef sjálf farið í gegnum gjaldþrot og það gerðist 1985 þegar bylgja slíkar atburða gékk yfir samfélagið. Okkur hjónum tókst að horfa á þetta sem nýtt upphaf og horfðum fram. Fólk sem lenti í svipuðu var mjög reitt og beinlínis heiftugt. Maður að nafni Grétar gaf út bók sem hann kallaði Undir hamrinum. Hann bað mig að segja SÉR sögu okkar til að birta í bókinni. Hann mundi færa hana í stílinn. Ég sagði honum að ef sagan okkar kæmi í bókinni, mundi ég skrifa hana með mínum eigin orðum og það gerði ég. Hann var svo reiður yfir því hvernig ég nálgaðist málið að hann sendi mér ekki bókina. Sagan okkar var ekki nægilega neikvæð og reiðileg, en hún kom í bókinni.
Reiðin rífur niður, eyðir og skemmir. Ég vil breytingar en byggi það viðhorf ekki á reiði. Ég sé vel að þegnar þjóðfélagsins hafa verið misrétti beyttir í mörg ár, en nú eru félagshyggjuöflin að byggja hér nýtt samfélag og ég fagna því. Að rífa niður er undanfari þess að byggja upp. Við hönnun nýs samfélags verður byggt á reynslunni og varast að gera sömu mistökin aftur. Hrunið var nauðsynlegt og óumflýjanlegt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.7.2009 kl. 00:27
Komið þið sæl !
Frú Hólmfríður !
''Félagshyggju hvað'' ? Ertu nokkuð; viljandi, að gera gys, að okkur, samlöndum þínum ?
Gylfi Arnbjörnsson; ASÍ eigandi, er með, upp undir 1 Milljón kr., í mánaðarlaun, að eigin sögn. Hann; ásamt fjölda annarra froðusnakka Samfylkingarinnar, ver lánskjara vísitölu og verðtryggingu lána, út í eitt.
Gæti nefnt; ótal dæma - um viðbjóðslega hræsnina, í búðum Samfylkingar innar - hver; reynir að hvíþvo sig, af þátttökunni, í HRUNINU, verandi samt, búin að vera, um 18 mánaða skeið, innanbúðar, hjá höfuð glæpa flokknum, Sjálfstæðisflokknum.
Þið getið ekki; endalaust horft í hina áttina - og bent á feril ''hinna'' , þegar ykkur ber, að viðurkenna ljótleika staðreyndanna, um ykkar eigin forar hauga, ágæta frú.
Með; hinum sæmilegustu kveðjum, samt, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 02:16
Sæll Óskar
Ósköp er að vita hvað þér er íllt í hjartanu þinu. Sendi þér kærleiksteppi með umburðarlyndi, bjartsýni, jákvæðni og skilningi. Góðar kveðjur að norðan
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.7.2009 kl. 03:47
Komið þið sæl; á ný !
Hólmfríður; hver ei ber frúar nafnbót, með sanni !
Ég ætla ekki; að vera ókurteis, í þinn garð, en,...... andsvör þín, með tilheyrandi fyrirlitningu, á rökræðu, um STAÐREYNDIR, eru, eins og hver annar tusku sláttur, framan í viðmælendur þína.
Mun ég ei; ónáða þessa síðu þína, framar. Hvar; ég hefi reynt Húnvetninga; frændur mína, drengskapar menn, þá,, sem ég hefi kynnst, er þó ljóst, að undantekningar finnast þar - sem víðar í mannlífs litrófinu, því miður.
Með; kveðjum undrunar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:10
Það er með þig eins og fleiri ágæti Óskar, að hver verður sannleikanum sárreiðastur
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2009 kl. 05:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.