Uppbygging mun ganga fyrr á landsbyggðinni

Mér segir svo hugur að uppbyggingin muni ganga fyrr og betur á landsbyggðinni en á Höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur tvennt til og er fyrst að nefna að reiði er mun minni úti á landi og eins hitt að fólk í dreifbýli hefur undanfarin ár verið að efla sín byggðarlög með fjölbreyttari uppbyggingu og þar er frumkvæði mikið og gott. Síðan þegar áhrifa aðildar að ESB fer að gæta, þá er byggðastefna sambandsins á harðbýlum svæðum mjög vænleg til mikils árangurs vítt og breytt um landið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já uppbygging á landsbyggðinni yrði fagnið og þá undir forystu Framsóknarflokksins héreftir sem hingað til.

ÞJ (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 08:23

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég held að þetta sé bara rétt hjá þér - verður kanski ekki stórt í sniðum en verðugt verk sem stendur undir sínu sem skapar fjölmörg ný atvinnutækifæri - á nýjum grunni ?

Jón Snæbjörnsson, 8.7.2009 kl. 11:02

3 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér Hólmfríður mín. Það var ekki eins mikið brjálæði á landsbyggðinni eins og hér í Reykjavík. Það er nú málið. En maður veit ekkert hvernig þetta mun þróast. Þetta getur farið allt niður á við hvar sem fæti er stigið niður hér á landi en það getur líka birt snögglega til hjá okkur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

ÞJ  Framsókn er komin í frí og nú verður byggt upp að jafnaðarmönnum um allt land.  Jón Snæbjörnsson, ég er viss um að þegar við verðum komin í Evrópusambandið þá mun verða gjörbreyting til hins betra og sérstaklega út um land.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.7.2009 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband