7.7.2009 | 03:32
Þetta eru bara peningar!
Jón Ísberg fyrrverandi sýslumaður Húnvetninga var borinn til grafar s.l. föstudag. Hann var mikill sómamaður og gott yfirvald. Árið 1985 stóðum við hjónin frammi fyrir því að verða lýst gjaldþrota eftir að verðtryggingin var innleidd í óðaverðbólgu, sem var mikil snilld eða hitt þó heldur.
Ég gerði mér ferð á Blönduós að hitta Ísberg til að kynna mér hvernig gjaldþrot færi fram. Hann tók mér ljúflega og fór vel og vandlega yfir ferlið. Í lok samtalsins spennti hann greypar fram á skrifborðið, horfði á mig og sagði.
" Ég ætla að biðja þig um eitt Hólmfríður mín, mundu að þetta eru BARA peningar"
Hann pírði örlítið augunum og brosti. Ég horfði á hann og fann hvernig mér létti fyrir brjósti.
Þó að mér og bóndanum hefði orðið hálft á peningasvellinu, þá höfðum við ekki framið neinn glæp. Þessi ábending Ísbergs hefur æ síðan fylgt mér. Hún hefur gert mér gott, peningar koma og fara en eru ekki óbætanlegir dýrgripir eins og svo margt í lífinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
154 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þekkti manninn ekkert en heyrði sögu að hann hefði haldið eftir opinberum gjöldum því honum fannst skattpeningum misskipt. Hann vildi láta framkvæma meira heimafyrir á kostnað ríkisins. Passar þetta ?
Sýslumaður fólksins, mættu aðrir taka hann sér til fyrirmyndar.
kona á Vestfjörðum (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:03
Sæll Þór.
Kærar þakkir fyrir þessar góðu sögur af Ísberg. Þær eru margar til og væri verðugt verkefni fyrir einhvern að safna saman svona sögum úr embættistíð Jóns. Hann var með stórt hjarta, gott skopskyn og hugmyndaríkur við lausn mála eins og sést best á þyrlunni.
Kona á Vestfjörðum.
Ég get hvorki játað því né neitað að sagan frá þér sé rétt,en vel gæti verið að hann hefði haldið hjá sé peningum þegar hægt gekk að greiða út fjárveitingar til verka hér fyrir norðan.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.7.2009 kl. 10:55
Fínn maður Jón Ísberg. Ekkert út á hann að setja. Við sem bjuggum á Blönduósi þegar hann var þar, við vitum hvernig maður hann var. Hann var mjög góður og fylginn sér. Það er ekki hægt að setja neitt út á hann, held ég.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 11:20
Sæll Valgerir
Hvenær bjugguð þið á Blönduósi og hvað heita foreldrar þínir. Kannski þekki ég þá, var að vinna á Blönduósi sem ung pía ho ho. Já Ísberg var góður maður.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.7.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.