Myndin að skýrast

Þó enn vanti örugglega mörg púsl í heildarmyndina af samfélaginu okkar sem hrundi, þá er myndin að skýrast. Hvort hún fríkkar eða ljókkar finnst mér ekki aðalmálið, heldur hitt að viðbrögðin og uppbyggingarstarfið verður heilstæðara. Verkefnið er ærið og tekur tíma. Það sem okkur vantar hvað mest núna er uppbyggjandi umræða í  samfélaginu. Samstaða, stuðningur, bjartsýni og kærleikur eru þeir eiginleikar sem okkur ber að rækta. Vanti einhvern verkefni þá er alltaf nærtækt að veita aðstoð, hjálpa til.

Ég fæ sennilega ekki mörg viðbrögð við þessu bloggi og það er bara í góðu lagi. Ég er bara að segja skilið við neikvæðnina og einbeiti mér að því jákvæða og uppbyggilega. Það skilar líka árangri á svo margann hátt og er mér sjálfri til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, við skulum bara taka öllu því neikvæða sem Samfylkingin og VG eru að gera, með jákvæðni þá lagast þetta allt af sjálfu sér.

Jóhann Elíasson, 5.7.2009 kl. 03:59

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ríkisstjórin er í góðum farvegi með sínar aðgerðir og miðar vel.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.7.2009 kl. 06:17

3 identicon

Sælar. Hvað segiði? Eru ekki allir hressir. Mér finnst bara fáránlegt ef þetta Icesave mál verður samþykkt í ríkisstjórn. Þá læt ég af stuðningi mínum við Samfylkinguna. Það er alveg á hreinu. Við megum ekki bæta meiru við skulda bagga okkar.

Eigðu góðan og ljúfan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ætíð svo að sá aðili sem tekur á stórum vanda,dalar í vinsældum. Því meir sem vandinn er stærri. Til að komast að raunhæfri niðurstöðu um svona stórt mál, verður að skoða heildarmyndina og hvað annað er í stöðunni. Til að komast út úr þeim flækjum sem hrunið orsakaði, verður að gera óvinsæla og erfiða hluti. Ég spyr þá sem eru á móti einhverjum tilteknum aðgerðum, hvað á þá að gera við þetta mál, þessa skuld eða þann halla sem er á ríkisbúskapnum. Svari nú hver fyrir sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.7.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

154 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband