26.6.2009 | 17:00
Stöðugleikasáttmálinn.
Ég vil sérstaklega fagna því að búið sé að undirrita Stöðugleikasáttmálann sem unnið hefur verið að undanfarið. Tiltektin eftir fyrr valdhafa er mikið verk og vandasamt. Þar verða allir að vinna saman og horfa fram en ekki aftur.
Þá er ég ekki að tala um að við eigum að gleyma fortíðinni og láta hana bara liggja. Heldur að við eigum að kappkosta að byggja upp og skapa okkur nýtt samfélag á þeim rústum sem eru staðreynd.
Fortíðin verður skoðuð og það vandlega. Farið verður yfir verklag og vinnubrögð, fyrirtækja og stofnana. Mál rannsökuð og ástæðurnar leiddar fram og frá þeim sagt þegar þær eru ljósar. Þeir sem af sér hafa brotið verði látnir sæta ábyrgð og í leiðinni sett undir þá leka sem gerðu afbrot þeirra möguleg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
154 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.6.2009 kl. 16:56
Ég er sammála þessu.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.