26.6.2009 | 16:50
Ráðning Seðlabankastjóra
Það er fagnaðarefni að farið hefur fram faglegt val og ráðning í kjölfarið, Seðlabankastjóra. Már Guðmundsson sem aðalbankastjóri og Arnór Sighvatsson sem aðstoðarbankastjóri. Þetta eru stór tímamót í ráðningum í svo veigamikil embætti hjá íslenska ríkinu. Í stað stjórnmálamanna sem eru að komast á aldur, eru nú ráðnir tveir menn með tilskylda menntun og þeir valdir að undangengnu starfi valnefndar. Ég vil óska Jóhönnu Sigurðardóttir sérstaklega til hamingju með þennan áfanga í hreinsunarferlinu eftir fyrri valdhafa. Svo óska ég okkur öllum til hamingju með að fagmennska í þess konar ráðningum sé komin á, í stað frænda og vinaráðninga sem viðgengist hafa um árabil.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
154 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.